Tómas Tómasson nýkjörinn þingmaður Flokks fólksins undrast að innviðir séu seldir erlendum fyrirtækjum eins og ekkert sé, Tómas fjallar um söluna á fjarskiptakerfi íslendinga til útlendinga:
Nokkur orð um Mílu!
Miskunarlaus grægði ræður ferðinni þegar kemur að sölunni á Mílu. Þegar vel er að gáð þá kemur í ljós að Storðir hf eru eigandi að 15.41% hlut í Símanum sem þýðir að við söluna eru þeir að græða rúma 7 milljarða einir og sér.
Síðan eiga 13 lífeyrissjóðir samtal 55.98% hlut sem þýðir að þeir græða samtals 25.7 milljarða. Takið eftir að 13 lífeyrissjóðir eru bróður parturinn af íslensku þjóðinni sem stendur bara hjá og gapir af undrun.
Vissulega er það æskilegt að Síminn græði en það verður alltaf á kostnað íslensku þóðarinnar sem er eini viðskiptavinur bæði Símans og Mílu. Að selja Mílu til erlendra aðila er rúmlega siðlaus gjörningur.
Míla er með einokun á sinni þjónustu. Þetta minnir óneitanlega á einokunarverzlun fyrri alda sem þótti nú heldur betur ósanngjarnt, hefur eitthvað breyst? “Ví ar fökkt“ eru menn ruglaðir af gegndarlausril ágirnd. Stjórnarformaður símans er líka einn af aðaleigendum Stoða hf.
Þetta er sorglegt.
Við þjóðin erum bara eins og illa gerður hlutur og látum þetta yfir okkur ganga eins og ekkert sé.
The computer says no. Thats it. Ég skammast mín
Discussion about this post