Framboð eða úrval á innlendum og innfluttum landbúnaðarvörum hefur aukist töluvert undanfarna mánuði, en verð á innfluttum landbúnaðarvörum hefur hækkað í flestum tilfellum meira en á þeim innlendu.Í sumum vöruflokkum hækkaði verð á innfluttum landbúnaðarvörum þó ekki mikið umfram verð á innlendum vörum og tiltölulega lítið sé horft til veikingar krónunnar á tímabilinu sem verðtakan fór fram. Þetta er niðurstaða verðkönnunar sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið undanfarna mánuði.
Mikilvægt er að fylgjast með verðþróun samhliða breytingum á tollaumhverfi svo unnt sé að greina hvort breytingar skili sér raunverulega í auknu framboði og/eða lægri verðum til neytenda. Tilgangur verkefnisins var því að styrkja eftirlit á markaði og afla nauðsynlegra verðgagna svo unnt sé að fylgjast sérstaklega með samkeppni og verðþróun á dagvörumarkaði, á innfluttum og innlendum landbúnaðarvörum. Verkefnið nær einkum tilkjötafurða, osta og grænmetis.
Frá desember 2019 til september 2020 framkvæmdi ASÍ því mánaðarlegar verðkannanir í verslunum á öllu landinu (að mars mánuði undanskildum) og hefur nú skilað Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skýrslu.
Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi:
- Framboð eða úrval á þeim landbúnaðarvörum sem könnunin náði til hefur aukist töluvert á tímabilinu, bæði er varðar innfluttar og innlendar vörur. Framboð á innfluttum vörum jókst verulega í mörgum vöruflokkum, mest á innfluttu svínakjöti og fuglakjöti, en framboð af nautakjöti og ostum jókst einnig mikið. Framboð innlendra vara virðist í flestum tilvikum aukast á sama tíma.
- Verð á innfluttum landbúnaðarvörum hækkaði í sumumtilfellum meira en verð á innlendum landbúnaðarvörum. Verðhækkanir á innfluttu svínakjöti og innfluttum ostum voru töluvert meiri en á innlendum vörum í sömu flokkum. Minni munur var á verðhækkunum á innfluttu og innlendu nautakjöti. Innfluttar unnar kjötvörur (reykt kjöt, álegg, pylsur o.þ.h.) hækkuðu minna í verði en þær innlendu. Innflutt alifuglakjötlækkaði í verði á meðan innlent alifuglakjöthækkaði í verði. Mestar verðhækkanir voru á ostum í könnuninni, en innfluttir ostar hækkuðu um 9% samanborið við 6,5% hækkun á innlendum ostum.
- Á því tímabili sem verðtakan fór fram veiktist gengi krónunnar um 16,7%. Ef gengi krónu gagnvart Evru á sama tímabili er skoðað má sjá að krónan hefur veikst um 20% síðan í desember 2019.Veikingkrónunnarhefur tilhneigingu til að fara nokkuð hratt út í verðlag á dagvörumarkaði.
- Almennt virðist innflutt grænmeti hækkað umtalsvert meira á tímabilinu en innlendar vörur. Framboð reyndist hins vegar nokkuð óstöðugt og liggja ekki eins góð verðgögn fyrir um grænmeti, líkt og fyrir kjötog osta.
Verðbreyting frá desember 2019 til september 2020
Vöruflokkur í könnun | Innfluttar vörur | Innlendar vörur |
Nautakjöt | 2,2% | 1,6% |
Svínakjöt | 7,9% | 3,7% |
Alifuglakjöt | -1,3% | 3,3% |
Unnar kjötvörur | 4,8% | 5,1% |
Ostar | 9,0% | 6,5% |
Tómatar | 15% | -1% |
Gulrætur | 26% | 5% |
Sveppir | 10% | 1% |
Paprikur | 19% | -3% |
Ísl. rófur | – | -11% |