Aðgerðin hefur áhrif á 102 þúsund manns næsta hálfa árið
Tugir þúsunda atvinnulausra Norðmanna horfa fram á að tapa rétti sínum algerlega til atvinnuleysisbóta og greiðslur verða skornar verulega niður til annarra. Sérstökum aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins verður hætt 1. janúar n.k. segir í frétt ríkisútvarpsins af málinu.
Hámarkstími sem atvinnuleysisbætur eru greiddar verður ekki framlengdur auk þess sem greiðslur lækka verulega. Aðgerðin hefur þegar áhrif á um 61 þúsund manns og næsta hálfa árið bætast 41 þúsund í þann hóp samkvæmt svari fjármálaráðuneytisins til rauðliða á norska Stórþinginu.
Margir óttast um afkomu sina vegna þess að brýnustu nauðsynjar hafa hækkað mjög mikið í verði, ekki síst eldsneyti, rafmagn og matvara. Eftir ríkisstjórnarskiptin í haust var ákveðið að framlengja sérstök úrræði til 1. janúar segir í frétt ríkisútvarpsins.
Umræða