Sjö ára gamalt barn er á meðal þeirra sem slösuðust alvarlega í árekstri á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Barnið var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur ásamt tveimur öðrum.
Þetta staðfestir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við mbl.is. Tvær bifreiðar, sem komu hvor úr sinni áttinni, skullu saman, en í þeim voru samtals fimm manns.
„Þessir fimm aðilar voru fluttir á Ísafjörð og þrír það alvarlega slasaðir að þeir voru fluttir með sjúkraflugvélum til Reykjavíkur til frekari meðferðar. Þetta er allt fólk sem býr hérna á svæðinu.“ segir Hlynur.
Sjö ára gamalt barn er á meðal þeirra sem slösuðust alvarlega í árekstri á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Barnið var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur ásamt tveimur öðrum. Þetta staðfestir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við mbl.is. Tvær bifreiðar, sem komu hvor úr sinni áttinni, skullu saman, en í þeim voru samtals fimm manns.
„Þessir fimm aðilar voru fluttir á Ísafjörð og þrír það alvarlega slasaðir að þeir voru fluttir með sjúkraflugvélum til Reykjavíkur til frekari meðferðar. Þetta er allt fólk sem býr hérna á svæðinu.“ segir Hlynur í viðtali við Morgunblaðið í dag.
https://gamli.frettatiminn.is/03/12/2022/0alvarlegt-umferdarslys/