Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir ótækt að verslunum sem taka ekki við reiðufé fari fjölgandi og útilokar ekki að Seðlabankinn beiti sér hvað það varðar.
,,Það er mjög mikilvægt að reiðufé gangi áfram sem gjaldmiðill á þessu landi, -sérstaklega þegar við erum að tala um nauðsynjavörur, eins og mat og eldsneyti. Atburðir erlendis ættu að vera gríðarleg hvatning fyrir okkur og bankana að klára þetta mál.“ Segir Ásgeir Jónsson.
,,Seðlabankinn hefur reiknað út að samfélagskostnaður af notkun greiðslumiðla hér á landi sé rúmir 54 milljarðar króna á ári, á hverju ári. Og það er enginn smápeningur, svo þetta sé sett í samhengi er áætlað að nýr Landspítali kosti 200 milljarða króna.
Það er óásættanlegt að allar greiðslur hér á landi séu inntar af hendi erlendis,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Hann vill vinna með viðskiptabönkunum að innlendu kerfi. Aukinheldur sé ótækt að verslanir taki ekki við reiðufé.“
Lög um gjaldmiðil Íslands 3. gr.
Peningaseðlar þeir, sem Seðlabanki Íslands lætur gera og gefur út, og peningar þeir, sem hann lætur slá og gefur út, skulu vera lögeyrir í allar greiðslur hér á landi með fullu ákvæðisverði.
Fjallað var um málið á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis
Það er mikilvæg þjónusta við almenning að hægt sé að nota reiðufé. Því leggur seðlabankastjóri til að Alþingi styrki lagalega heimild Seðlabankans til þess að skylda aðila til þess að taka við reiðufé og segir bankann skoða að nýta rétt sinn til að skylda þá sem selja nauðsynjavörur til að taka við reiðufé.
Þetta er meðal þess sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í svari sínu við fyrirspurn Pawel Bartoszek, þingmanns Viðreisnar, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Fundarefnið var skýrsla fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir árið 2024. Auk Ásgeirs var Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, einnig gestur á fundinum.
Pawel sagði tvö sjónarhorn takast á varðandi notkun almennings á reiðufé. Annars vegar, með hliðsjón af fjármálaeftirliti, væri reiðufé illa rekjanlegt. Hins vegar hefði seðlabankastjóri mælt með því nýlega að fólk ætti bunka af reiðufé heima til vonar og vara.
Seðlabankinn beiti sér gagvart verslunum sem neita að taka við reiðufé