Kvóta verður úthlutað um allt land til að tryggja byggð og vinnu sjómanna sem misst hafa störf sín
„Skuldbinding okkar um gagnsæi og trausti sem við verðum að standa undir í vinnu okkar, í kerfum og stofnunum okkar. Ætti að gera okkur kleift að láta ákærða einstaklinga, sem hafa verið þátttakendur í misgjörðum, hljóta málsmeðferð samkvæmt réttu ferli laganna.“ Sagði Hage Geingob, forseti Namibíu, í áramótaávarpi sínu þar sem hann sagðist ætla að vinna af öllum kröftum gegn fátækt og spillingu í kvótakerfinu.
Forsetinn sagði í áramótaávarpi sínu að hann hafi þegar fyrirskipað sjávarútvegsráðherra landsins að hafa hagsmuni sjómanna sem misst hafa vinnuna vegna kvótakerfisins í landinu efst á lista. Og hann hét því að úthluta kvóta til allra fylkja landsins til þess að efnahagur landsins taki við sér á ný.
„Við munum fara yfir alla fiskveiðikvóta til að tryggja að úthlutanirnar séu sanngjarnar“ sagði forsetinn m.a. En atvinnulausir namibískir sjómenn hafa mótmælt kvótakerfinu harðlega eftir að fjölmiðlar flettu ofan af spillingunni sem tengist kvótakerfinu til félaga sem tengjast Samherja.
„Þegar við leitumst við að vera betri og gera betur á nýju ári, þá ætlum við að uppræta öll úr samfélagi okkar, sem virka sem hindrun fyrir framfarir okkar sem einnar þjóðar,“ sagði hann.
Sex menn voru í gæsluvarðhaldi yfir jól og áramót vegna ásakana um spillingu í tengslum við úthlutun kvóta. Þar á meðal Bernhard Esau sem var sjávarútvegsráðherra og Sachy Shangala sem var dómsmálaráðherra.
Geingob lagði áherslu á að 2019 hefði verið krefjandi ár fyrir landið þar sem efnahagslífið væri í mjög slæmu ástandi. Þjóðin byggi við mjög slæm kjör og upplifði nú einn versta þurrk sem þekkst hefði, með mjög slæmum afleiðingum fyrir ræktun og búfjárframleiðslu. ,,Við neyddumst til að lýsa yfir neyðarástandi vegna þurrka sem taka stóran toll af fjárlögum okkar. Við biðjum til hins almáttuga að á næstu dögum og mánuðum munum við fá rigningu sem endurveki lönd okkar, fyrir bæði fólkið og dýrin.“ Sagði hann við.
Forsetinn sagði einnig að útrýma þyrfti kynbundnu ofbeldi árið 2020; „Við ættum að taka sameiginlega ákvörðun um að stofna namibískt samfélag, sem fer betur með konur og börn. Samfélag þar sem þau finna ást, virðingu og vernd.“
Rannsóknar krafist – Norðmenn borga allt að fjórfalt hærra verð fyrir makríl
https://gamli.frettatiminn.is/2020/01/02/rannsoknar-krafist-nordmenn-borga-allt-ad-fjorfalt-haerra-verd-fyrir-makril/