Tilkynnt um umferðarslys í Garðabæ upp úr klukkan fimm í gær. Ekið hafði verið á hjólreiðamann sem var að fara yfir akbraut.
Hjólreiðamaðurinn var að fara yfir götu á gangbraut og kastaðist hann þrjá til fjóra metra við höggið. Hjólreiðamanninn verkjaði í læri, bak og axlir og eiginkona hans sem var komin á vettvang ók honum á Bráðadeild.
Umræða