Veðuryfirlit: Við Hvarf er 964 mb lægð á hægri N-leið. Milli Skotlands og Noregs er víðáttumikil 972 mb lægð, sem mjakast S og grynnist, en yfir NA-Grænlandi er 1022 mb hæð og frá hennig teygir sig hæðarhryggur langt S í haf.
Fræðingarnir segja þetta með dýpst lægðum sem sést hafa við Íslands strendur og ekkert ferðaveður verður á þessu tímabili.
- Hér er hægt að fylgjast með lægðinni koma til landsins
- Gul viðvörun vegna veðurs: Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður og Miðhálendi
Veðurhorfur á landinu
Suðaustlæg átt, víða 5-13 m/s og bjartviðri, en útkomulítið NA-til í fyrstu. Frost 1 til 14 stig, kaldast inn til landsins. Gengur í suðaustan 13-20 m/s með rigningu eða slyddu S- og V-lands á morgun og hlýnar smám saman. Hægari vindar, þurrt að mestu og hiti kringum frostmark NA-lands. Gengur í suðaustan storm SV-til annað kvöld með talsverðri rigningu um landið S-vert. Hiti 1 til 6 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg austlæg átt, bjartviðri og frost 3 til 8 stig. Vaxandi suðaustanátt seint í kvöld og hlýnar smám saman, 10-18 m/s og slydda um hádegi á morgun. Hiti 0 til 5 stig. Bætir í vind og úrkomu annað kvöld. Spá gerð: 04.01.2022 18:28. Gildir til: 06.01.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Sunnan og suðaustan 18-25 m/s og rigning eða slydda með köflum, en talsverð úrkoma SA-lands. Hiti 1 til 6 stig. Dregur úr vindi seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum S- og V-til, en kólnar og styttir upp N-lands.
Á föstudag:
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og rigning eða slydda með köflum á S- og V-landi og hiti 1 til 5 stig. Þurrt um landið NA-vert og hiti við frostmark. Gengur í suðaustan hvassviðri eða storm um kvöldið með aukinni rigningu S-til.
Á laugardag:
Minnkandi suðaustanátt með talsverðri rigningu eða slyddu A-lands í fyrstu, en snýst í hæga suðlæga átt með lítilsháttar rigningu eða snjókomu. Hiti kringum frostmark.
Á sunnudag:
Gengur í suðaustan hvassviðri eða storm með talsverðri úrkomu S- og A-lands. Hlýnar.
Á mánudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt með slyddu eða snjókomu S- og V-til. Svalt í veðri.