Fyrir áramót boðuðu mörg stærstu fyrirtæki landsins miklar verðhækkanir strax eftir áramót. Ljóst er að slíkar hækkanir auka verðbólgu í landinu og hækka vexti hjá neytendum
Á meðan ný ríkisstjórn einbeitir sér að því að ná efnahagselgum stöðugleika, hafa mörg stórfyrirtæki heitið miklum verðhækkunum á nauðsynjavörum, eins og mat, allri dagvöru, eldsneyti og fleiri nauðsynjum. Líklegt er að hækkanir hafi áhrif á verðbólgu og mjög háa vexti sem hafa verið að sliga bæði fyrirtæki og fjölskyldur í landinu um árabil.
Heildariðgjöld tryggingafélaganna voru t.d. 57,7 milljarar króna árið 2021. Hagnaður þeirra það sama ár var 28,1 milljarður króna, eða 49% af iðgjöldunum
Iðgjöld trygginga eru margfalt dýrari á Íslandi en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. FÍB hefur t.d. bent á að það sé um þrisvar sinnum dýrara að tryggja bifreið á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og er grein hér að neðan um verðlag á tryggingum og verðmun á milli landa. Til dæmis þá voru heildariðgjöld tryggingafélaganna 57,7 milljarar króna árið 2021. Hagnaður þeirra það sama ár var 28,1 milljarður króna, eða 49% af iðgjöldunum.
Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins skorar á fyrirtæki og stofnanir að halda aftur af verðlagshækkunum og hefur lagt fram áskorun í sex liðum til stofnana og fyrirtækja þar sem hvatt er til samfélagslegrar ábyrgðar til að stöðva vítahring verðbólgu. Kveikjan að áskoruninni eru umtalsverðar verðlagshækkanir tryggingarfélaga og hækkun fasteignagjalda hjá Akraneskaupstað.
VÍS hækkar tryggingar um 14%
Þetta ár byrjar eins og öll önnur þ.e.a.s fyrirtæki og sveitarfélög halda uppi viðteknum hætti og varpa hækkunum miskunnarlaust á almenning í upphafi hvers árs!
Ég fjallaði rétt fyrir áramót um umtalsverða hækkun fasteignagjalda hér á Akranesi þar sem t.d. fólk í fjölbýlishúsum er að fá yfir 17% hækkun. Í morgun fékk ég sent frá manni yfirlit yfir hækkanir á tryggingum hjá VÍS en þær nema 14% en engar breytingar voru á hans tryggingum milli ára og hefur hann verið tjónlaus í tvö ár.
Þetta eru hækkanir sem eru langt umfram hækkun neysluvísitölunnar sem var 4,8% og það er ljóst að enn og aftur ætla mörg fyrirtæki ekki að taka þátt í þeirri vegferð sem verkalýðshreyfingin var tilbúin að fara með hófstilltum langtíma kjarasamningi.
Þetta framferði fyrirtækja og sveitarfélaga er með öllu óboðlegt enda munum við aldrei ná tökum á verðbólgunni né ná að lækka vexti ef allir ætla ekki axla sína ábyrgð í þeirri vegferð. Eitt er víst að launafólk og heimili þessa lands munu ekki ein geta axlað þá ábyrgð.
Það mun koma í ljós á næstu vikum hvort aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins meintu eitthvað með því að ætla að leggja sín lóð á vogaskálarnar við að „berja“ niður verðbólguna með því að halda aftur af verðlagshækkunum. Ef það ekki gerist þá er allt eins líklegt að forsendur kjarasamninga muni bresta á þessu ári skv. forsenduákvæðum kjarasamningsins!
Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessari áskorun sem ég henti í rétt í þessu?
Áskorun til fyrirtækja, sveitarfélaga, ríkis, fjármálastofnana, tryggingarfélaga og orkufyrirtækja: Stoppið vítahring verðbólgu og axlið samfélagslega ábyrgð!
Launafólk hefur þegar stigið stórt og mikilvægt skref með því að gera hófstillta langtíma kjarasamninga. Þessir samningar voru gerðir með það markmið að draga úr verðbólgu, lækka vaxtakostnað og tryggja stöðugleika sem verndar heimili landsins.
Nú er komið að ykkur – fyrirtækjum, sveitarfélögum, ríki, fjármálastofnunum, tryggingarfélögum og orkufyrirtækjum – að axla ábyrgð og standa með launafólki og heimilum.
Við krefjumst tafarlausra aðgerða:
1. Hættið öllum óþarfa hækkunum á vöruverði, þjónustu, gjaldskrám, tryggingaiðgjöldum og orkuverði. Slíkar hækkanir leggjast þungt á heimilin og grafa undan fjárhagslegu öryggi launafólks.
2. Lækkið vexti og dragið úr okurkjörum í fjármálakerfinu. Fjármálastofnanir verða að hætta að hámarka eigin hagnað á kostnað almennings og skapa svigrúm fyrir heimilin til að standa undir sínum skuldbindingum.
3. Endurskoðið verðlagningu tryggingaiðgjalda. Tryggingarfélög verða að sýna samfélagslega ábyrgð með því að hætta óhóflegum hækkunum sem setja enn frekara álag á heimili landsins.
4. Tryggið sanngjarnt orkuverð. Orkufyrirtæki hafa lykilhlutverki að gegna í að létta undir með heimilum og fyrirtækjum með því að stilla orkuverði í hóf og setja hagsmuni samfélagsins í forgang.
5. Takið ábyrgð á verðstöðugleika. Fyrirtæki, sveitarfélög, fjármálakerfi, tryggingafélög og orkufyrirtæki verða að standa saman með því að stilla af verðlagningu og draga úr álögum sem hafa beinar afleiðingar fyrir fjárhagsstöðu heimila og launafólks.
6. Sýnið raunverulega samfélagslega ábyrgð. Orð um samfélagslega ábyrgð verða að endurspeglast í aðgerðum sem létta byrðar af heimilum og styðja við þau í baráttunni gegn verðbólgu.
Sérstaklega skorum við á tryggingarfélög, bankana og orkufyrirtækin:
Það er óásættanlegt að hagnaður ykkar byggist á neyð almennings. Fjármálakerfið, tryggingafélög og orkufyrirtæki verða að axla ábyrgð með því að endurskoða vaxtakjör, tryggingaiðgjöld og orkuverð.
Hagsmunir heimila og launafólks verða að vera í forgangi. Launafólk hefur þegar axlað ábyrgð með markmiðum sínum um verðstöðugleika og lækkun vaxtakostnaðar.
Krafa þjóðarinnar er nú skýr:
Axlið ábyrgð – hættið að auka byrðar á launafólk og heimilin í landinu – og gerið það núna!
FÍB skammar tryggingafélögin fyrir okur – Eiga að skila bótasjóðunum
Hagnaður tryggingafélaganna var 49% af iðgjaldatekjum – 28,1 milljarða hagnaður – Fréttatíminn