,,Nokkuð víða hægur vindur og bjart veður ásamt köldu veðri í dag, en bætir í vind um sunnanvert landið í kvöld og dregur úr frosti þar. Á morgun má búast við austan hvassviðri eða stormi, hvassast allra syðst. Hlánar sunnantil og víða rigning eða slydda á láglendi.
Fyrir norðan dregur úr frosti en þar verður vindur mun hægari og lengst af þurrt.
Á miðvikudag og dagana þar á eftir er svo útlit fyrir að hann halli sér í norðaustanáttina aftur og frysti víðast hvar með éljum norðan- og austantil, en léttir til sunnan- og vestanlands. Þó gæti hitinn komist yfir frostmark yfir hádaginn um landið sunnanvert af og til ef sólar nýtur.“ Segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Spá gerð: 04.02.2019 06:39. Gildir til: 05.02.2019 00:00.
Suðurland – Stormur eða rok (Gult ástand)
Stormur eða rok (Appelsínugult ástand)
Stormur eða rok (Gult ástand) –
5 feb. kl. 22:00 – 6 feb. kl. 00:00 – Austan hvassviðri eða stormur, en staðbundið rok í austur-Landeyjum og þar austur af. Lélegt ferðaveður, sér í lagi á fjallvegum.
Faxaflói – Hvassviðri eða stormur (Gult ástand)
Suðausturland – Hvassviðri eða stormur (Gult ástand)
Miðhálendið – Stormur eða rok (Gult ástand)
Veðurhorfur á landinu
Austlæg átt, gola eða kaldi, en hægviðri NA-til. Þurrt að kalla N-til á landinu og talsvert frost inn til landsins. Víða dálítil snjókoma SA-til, en annars úrkomulítið og frost yfirleitt 0 til 8 stig. Vaxandi austanátt í kvöld og nótt með skafrenningi, 15-23 í fyrramálið S- og V-lands, en hvessir enn frekar þegar kemur fram á daginn, 18-28 seinnipartinn og hvassast við fjöll S-til. Hægari á N- og A-landi. Slydda eða rigning allra syðst á landinu en dálítil slydda eða snjókoma A-lands. Minnkandi frost á morgun og fer að hlána víða S-lands í fyrramálið.
Spá gerð: 04.02.2019 15:53. Gildir til: 06.02.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðaustan 13-20 m/s. Snjókoma og síðar él N- og A-lands, en úrkomulítið á SV- og V-landi. Hiti 0 til 4 stig syðst, annars 0 til 5 stiga frost.
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Norðaustanátt, 5-15 m/s, hvassast austast. Él, en léttskýjað S- og V-lands. Frost 0 til 8 stig, en kaldara inn til landsins.
Á sunnudag:
Lægir og birtir til N- og A-lands, en vaxandi suðaustanátt SV-til og þykknar upp. Minnkandi frost, en einkum SV-til.
Á mánudag:
Útlit fyrir stífa suðaustanátt með rigningu eða slyddu, en síðan suðvestanátt með skúrum eða éljum. Úrkomulítið NA-til. Hiti 0 til 7 stig.
Spá gerð: 04.02.2019 08:44. Gildir til: 11.02.2019 12:00.