Hugleiðingar veðurfræðings
Lægðin sem olli vestanstormi í gærkvöldi á norðanverðu landinu fjarlægist nú landið, en lægð í myndun á Grænlandssundi stýrir veðrinu í dag. Áttin er suðvestlæg, víða strekkingur eða allhvass vindur og éljagangur, en yfirleitt úrkomulítið norðaustantil. Bætir heldur í vind í kvöld. Vægt frost.
Á morgun nálgast næsta lægð úr suðvestri. Það hvessir þegar líður á daginn og hlýnar með rigningu, seint á morgun er útlit fyrir sunnan storm eða rok víða um land. Spá gerð: 04.02.2025 06:22. Gildir til: 05.02.2025 00:00.
Appelsínugul viðvörun vegna veðurs:
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 10-20 m/s, hvassast sunnan- og vestanlands. Éljagangur og vægt frost, en þurrt að kalla norðaustanlands.
Vaxandi sunnanátt eftir hádegi á morgun, víða 20-28 m/s um kvöldið, en hvassari á stöku stað og hviður yfir 40 m/s. Talsverð rigning, en úrkomuminna norðaustanlands. Hlýnar í veðri.
Spá gerð: 04.02.2025 15:29. Gildir til: 06.02.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Sunnan 23-30 um morguninn og talsverð rigning, en líklega hægari á Vestfjörðum. Hiti 3 til 14 stig, hlýjast í hnjúkaþey fyrir norðan, en svalast á Vestfjörðum. Dregur síðan úr vindi og úrkomu, fyrst vestantil. Suðvestan 10-18 seinnipartinn og él. Kólnar í veðri.
Á föstudag:
Suðlæg átt, 8-15 og snjókoma eða él, en yfirleitt þurrt norðaustantil. Hiti um eða undir frostmarki, en að 3 stigum við suður- og suðvesturströndina.
Á laugardag:
Suðvestlæg átt 3-10, en hvassari fyrripartinn norðvestantil. Dálítil snjókoma eða él, en léttir til um landið austanvert síðdegis. Frost 0 til 8 stig.
Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og rigningu með köflum, en yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hlýnar í veðri.
Spá gerð: 04.02.2025 08:00. Gildir til: 11.02.2025 12:00.