Hatari vann öruggan sigur í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag þegar lag sveitarinnar, Hatrið mun sigra, var valið framlag Íslands í Eurovision. Hatari fékk samtals 134.492 atkvæði en lag Friðriks Ómars, Hvað ef ég get ekki elskað?, hlaut 98.551. Sjö dómarar í sérstakri dómnefnd settu Hatrið mun sigra í efsta sæti.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar. Hatari hafði mikla yfirburði eftir fyrri símakosninguna þegar sveitin fékk rúm 47 þúsund atkvæði. Friðrik Ómar hlaut 25.365 atkvæði. Dómnefnd hafði helmingsvægi og þar hafði Hatari einnig nokkra yfirburði, var með 24.891 atkvæði en Friðrik Ómar með rúm 21 þúsund atkvæði.
Hatari naut líka mikilla vinsælda hjá dómnefndinni en sjö dómarar af níu völdu lagið best. Tveir dómarar settu lagið hins vegar í neðsta sæti.
Fyrri símakosning:
Hatari – Hatrið mun sigra: 47.513 atkvæði
Friðrik Ómar – Hvað ef ég get ekki elskað: 25.356 atkvæði
Kristina Bærendsen – Mama Said: 17.391 atkvæði
Hera Björk – Moving On: 9.488 atkvæði
Tara Mobee – Fighting For Love: 3.170 atkvæði
Dómnefnd:
Hatari – Hatrið mun sigra: 24.891 atkvæði
Friðrik Ómar – Hvað ef ég get ekki elskað: 21.061 atkvæði
Kristina Bærendsen – Mama Said: 20.582 atkvæði
Hera Björk – Moving On: 20.102 atkvæði
Tara Mobee – Fighting For Love: 16.274 atkvæði
Seinni símakosning:
1. Hatari – Hatrið mun sigra: 62.088 atkvæði
2. Friðrik Ómar – Hvað ef ég get ekki elskað: 52.134 atkvæði.