5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

Segir Rússa morðingja og pyntara – þjóðarmorð á Úkraínumönnum

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Minnst 410 almennir borgarar hafa fundist látnir en óttast er að mannfall sé mun meira,  í bænum Bútsja sem er skammt frá höfuðborg Úkraínu. Sameinuðu þjóðirnar segja þetta vekja spurningar um hvort stríðsglæpir hafi verið framdir.

Vladimír Pútín – AFP – Lögð er áhersla á að Rússar verði látnir sæta ábyrgð og eru enn frekari viðskiptaþvinganir m.a. boðaðar

Leiðtogar víða um heim hafa fordæmt verknaðinn og lögð er áhersla á að Rússar verði látnir sæta ábyrgð og eru enn frekari viðskiptaþvinganir m.a. boðaðar.

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld og kallaði Rússa bæði morðingja og pyntara. Hann sagði Rússa ætla sér þjóðarmorð á Úkraínumönnum.

Volodymyr Zelensky ávarpaði rússneska ráðamenn og almenning og spurði hvað m.a. almennir borgarar í Bútsja hefðu til saka unnið gegn Rússneska ríkinu.