-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Travel and Leisure in Iceland – Bjartsýni í ferðaþjónustu

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Travel and Leisure in Iceland – Bjartsýni í ferðaþjónustu

Samkvæmt mælingu Gallup á ánægju ferðamanna í janúar eru Bandaríkjamenn ánægðastir með dvöl sína á Íslandi og mældust efstir í Ferðamannapúlsinum með 84,5 stig. Bretar mældust í öðru sæti með 83,8 stig, Danir í þriðja með 83,6 stig, Kanadabúar í fjórða með 82,8 stig og Ástralar í fimmta með 82,4 stig. Á hinum endanum mældist Ferðamannapúlsinn lægstur meðal ferðamanna frá Kína 74,7 stig. Ferðamenn 69 þjóða svöruðu að þessu sinni Ferðamannapúlsinum sem mælir heildarupplifun ferðamanna af Íslandsferðinni og fjórar af fimm efstu þjóðunum eru enskumælandi.

Við heyrðum í Jónasi, sölumanni ferða hjá Travel and Leisure in Iceland, sem að sérhæfa sig í sölu á ferðum innanlands. Þar fengum við þær upplýsingar að það sé mikið verið að skoða ferðir fyrir sumarið, einmitt mest frá þeim löndum sem að ofan greinir.

,, Við sjáum það í Google analytics að þeir sem að eru helst að skoða ferðir og afþreyingu á Íslandi eru frá Bandaríkjunum og svo Evrópu, auk Kanada svo helstu lönd séu nefndir. Þeir eru að leita eftir leitarorðum eins og: Iceland, travel, activity, hotel, booking, northen lights

Það er almennt mikill áhugi fyrir Íslandi, þrátt fyrir aukna skatta og álögur á ferðaiðnaðinn og hækkandi gengi en það hefur verið í umræðunni að toppnum sé náð sem er ekki skrítið þegar að við erum að sjá að um tvær og hálf milljón ferðamanna eru að koma til landsins.

Við erum bara bjartsýn með framhaldið og vonumst bara eftir góðri vertíð í sumar“ Segir Jónas, sölumaður ferða hjá Travel and Leisure in Iceland,