Lögreglan rannsakar nú hugsanlegt morð í austurbæ Reykjavíkur í kvöld. Mikill viðbúnaður er á vettvangi. Þetta staðfestir Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við fréttastofu Rúv.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gat ekki gefið frekari upplýsingar um málið, en von er á tilkynningu fljótlega. Samkvæmt Margeiri Sveinssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni, er um að ræða karlmann á fimmtugsaldri sem fannst látinn. Málið er í rannsókn og talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Búið að handtaka karlmann á þrítugsaldri. Sá er grunaður um morðið að sögn Rúv sem birti fyrst fréttina.
Tilkynning lögreglu:
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar mannslát í austurbæ Reykjavíkur sem átti sér stað um kvöldmatarleitið í dag. Tilkynning til lögreglu barst um málið rétt fyrir kl. 19:30. Talið er að mannslátið hafi átt sér með saknæmum hætti Einn maður er í haldi lögreglu vegna málsins.
Lögreglan mun ekki tjá sig frekar að svo stöddu um málið.