Mörg voru þau sem fögnuðu því þegar kjararáð var lagt niður og þess í stað útbúin reikniformúla sem tryggir kjörnum fulltrúum reglubundnar launahækkanir í takt við launaþróun, fremur en kjarasamninga.

Ekki það að ekkert beit á kjararáð, en enn minni von er að hafa áhrif á reikniformúluna! Nú hefur formúlan komist að þeirri niðurstöðu að þingmenn og ráðherrar, dómar og aðrir meiri og minni ríkisspámenn eigi að fá 5,6% launahækkun.
Á sama tíma þarf almennt launafólk að sætta sig við 3,5% launahækkun á grundvelli kjarasamninga sem áttu að fela í sér einhvers konar sameiginlega ábyrgð, við værum jafnvel öll um borð í sama báti. En það erum við ekki, frekar en fyrri daginn. Ráðamenn fá að fljóta ofan á og þurfa ekki að súpa seyðið af hækkandi verðlagi á sama hátt og venjulegt fólk.
Ekki þurfa þeir að há neina kjarabaráttu eða sýna fram á virði sitt, launahækkanirnar koma bara sjálfkrafa. Þingfararkaup hækkar núna um 85 þúsund krónur á mánuði á meðan 23.750 krónur á mánuði eru grunnviðmiðið hjá almennu launafólki.
Væri ekki nær að laun ráðafólks tækju breytingum á grundvelli almennra kjarasamninga? Nógu há eru þau!