,,Þetta er alveg fáránlegt, ég er búinn að vera hérna í tvo tíma og margir miklu lengur, ég er búinn að vera hér síðan ellefu í morgun fastur á planinu hjá Ikea og nú er klukkan rúmlega eitt.“ Sagði ökumaður sem var mjög pirraður á umferðaöngþveitinu við verslunarmiðstöðvarnar.
,,Annað hvort eru jólasveinarnir komnir til byggða og farnir að stjórna þessari vinnu við gatnagerðina hérna eða einhverjir ríkisstarfmenn sem vita ekkert hvað er í gangi í raunheimum. Hérna hafa einhver hundruð bíla verið gjörsamlega fastir síðan í morgun og eru það ennþá.“ Sagði annar ökumaður sem var búinn að vera fastur í rúma tvo klukkutíma við Costco. En það er ekki ráðlegt að leggja leið sína á þetta svæði nema fólk hafi einhverja klukkutíma aflögu til að bíða í biðröð eftir að komast heim.
Umræða