Helstu tíðindi LRH frá tímabilinu 17:00-05:00 eru eftirfarandi:
119 mál skráð í Löke, , eitthvað var um aðstoðarbeiðnir vegna veikinda og svo vegna fólks í annarlegu ástandi
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:
- Tilkynnt um fjársvik á veitingastað í hverfi 108, maður fær sér að borð og stingur af frá reikningnum, hann ófundinn
- Ökumaður veldur árekstri í hverfi 101 og stingur af, stöðvaður skömmu síðar og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, vistuð í fangageymslu
- Ökumaður stöðvaður fyrir að aka á móti rauðu umferðarljósi, afgreitt með sekt
- Tilkynnt um þjófnað á farsíma í hverfi 105, gerandi ókunnur
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
- Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 221, afgreitt á vettvangi
- Ökumaður stöðvaður í hverfi 221 fyrir of hraðan akstur 89/50 afgreitt með sekt
- Ökumaður stöðvaður í akstri í hverfi 221 fyrir að tala í farsíma á handfrjáls búnaðar, afgreitt með sekt
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
- Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 200, minniháttar skemmdir engin meiðsli á fólki
- Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 111, afgreitt á vettvangi
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
- Maður handtekinn í hverfi 213 fyrir líkamsárás, hann vistaður í fangageymslu
Umræða