Mikil mótmæli gegn ofbeldi innflytjenda voru nýlega í Gata de Gorgos á Spáni eftir að David Lledó Caselles, 38 ára, var barinn til dauða með kylfum. Caselles reyndi að stöðva áreitni innflytjenda frá Marokkó á konur og þeir drápu hann í staðinn. Þrír innflytjendur voru handteknir grunaðir um morðið sem hefur vakið mikla reiði. Spánverjar fóru út á götur til að krefjast réttlætis.
Í lok júní var spænskur maður að nafni David Lledó Caselles barinn til dauða í Gata de Gorgos. Skömmu síðar tókst lögreglunni að handtaka þrjá menn sem grunaðir eru um morðið, að sögn Costa News. Samkvæmt upplýsingum eru hinir handteknu hælisleitendur frá Marokkó og á fórnarlambið að hafa staðið frammi fyrir einum mannanna áður, þegar hann var að áreita konur á staðnum.
Mótmæla ofbeldi innflytjenda
LaMarinaAlta greinir frá því, að yfir þúsundir Spánverjar hafi farið út á götur til að tjá reiði sína og gremju vegna alls ofbeldisins sem tengist innflytjendum.
Reiðin var svo mikil að sveitarfélagið þurfti að staðsetja lögreglu og hermenn við dyr bæjarskrifstofunnar og í íbúðahverfinu, þar sem handteknu mennirnir búa. Lögreglan var einnig send til gæslu við mosku staðarins og bústað borgarstjórans.
Reiðir Spánverjar alls staðar að af landinu fóru til Gata de Gorgos til að taka þátt í mótmælunum og sungu lög um Spán sem „kristið en ekki múslímskt“ land. Samkvæmt staðbundnum fjölmiðlum voru mótmælendurnir sagðir hafa verið harðorðir í garð stjórnmálaleiðtoga borgarinnar og kröfðust þess að tekið yrði í alvöru á við ofbeldi innflytjenda.