Það eru ekki bara þingmenn stjórnarandstöðunnar sem standa að málþófinu gegn veiðigjaldafrumvarpinu. Þeir eru komnir í hlutverk málaliða – fyrir stærstu útgerðarfélög landsins.

Það er orðið augljóst að þetta málþóf snýst ekki lengur um að vernda almannahagsmuni, heldur um að þjóna sérhagsmunum – nánar tiltekið Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sjá fram á að þurfa loksins að borga sanngjarnt gjald fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar.
Við verðum að spyrja okkur:
Hverjir stjórna landinu? Þingið – eða þeir sem ráða yfir fiskinum?
Ríkisstjórnin hefur nú veitt öll gögn, öll svör, öll útreikningaforsendur. Engin leynd er lengur í spilunum. Þetta mál hefði átt að klárast fyrir löngu. En í stað þess að láta málefnin ráða, er þjóðin haldið í gíslingu með þvætti og tafaleikjum sem eiga ekkert erindi í lýðræðisríki.
Ef stjórnarandstaðan telur sig svo háða útgerðinni að hún sé tilbúin að lama þingið fyrir hennar hönd – þá er hún ekki andstaða við ríkisstjórnina. Hún er andstaða við þjóðina sjálfa.
Það er kominn tími til að hringja viðvörunarbjöllunum. Þetta er ekki lengur pólitík.
Þetta er kerfisbundin spilling.
Spillingin þrífst hjá Sjöllunum – Hagsmunir kvótaerfingja þingmanna varðir á Alþingi
Auglýsingaherferð SFS (LÍÚ) hefur engu skilað – Hundruðir milljóna í vaskinn