4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

Þrjú óþekkt rússnesk skip innan efnahagslögsögunnar

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í Reykjavík og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli urðu varar við umferð þriggja óþekktra skipa innan íslensku efnahagslögsögunnar en utan landhelginnar fyrr í mánuðinum. Tvö skipanna voru austan við landið og eitt á siglingu norður af landinu.
Varðskipið Þór fylgdist með ferðum eins skipsins í ratsjá og þyrlur Landhelgis- gæslunnar voru í tvígang sendar austur fyrir land til að bera kennsl á hin skipin tvö

Varðskipið Þór fylgdist með ferðum eins skipsins í ratsjá og þyrlur Landhelgisgæslunnar voru í tvígang sendar austur fyrir land til að bera kennsl á hin skipin tvö.

Athugun Landhelgisgæslunnar leiddi í ljós að um var að ræða rússnesk skip, öll á vegum rússneska flotans, þar af eitt olíuskip. Áhafnir íslenskra fiskiskipa sýndu ferðum skipanna áhuga og tilkynntu um þær til Landhelgisgæslunnar.

Þrátt fyrir að skipin hafi verið innan efnahagslögsögunnar voru þau á alþjóðlegu hafsvæði með tilliti til siglinga og annarra athafna. Landhelgisgæslan fylgdist með ferðum skipanna sem yfirgáfu efnahagslögsöguna nokkrum dögum síðar.