Aðgerðir lögreglu standa nú yfir við Reykjavíkurhöfn, en þar fór fólk í óleyfi í tvo hvalbáta og er þar enn. Um er að ræða tvær konur sem hafa hlekkjað sig við hvalveiðibátana og halda til í möstrum þeirra.
Lögreglan hefur farið upp í möstrin og hefur komið í ljós að önnur konan er með mat og vatn sem og síma en hin er alslaus. Til stóð að skipin færu á sjó í dag en líklegt að töf verði á því.
Anahita Babaei er annar tveggja aðgerðarsinna sem hafa læst sig við mastur hvalveiðiskipanna. Hún segir á Instagram frá því að hún hafi læst sig við mastur hvalveiðiskipsins Hvals 9 í mótmælaskyni við hvalveiðum Hvals hf. Hér að neðan er skjáskot af yfirlýsingu hennar.
Umræða