Hugleiðingar veðurfræðings
Nú er lægð stödd fyrir vestan okkur og úrkomusvæði frá henni fer yfir landið í dag með sunnan strekkingi. Spáð er mjög hvössum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og hefur verið gefin út gul viðvörun vegna þess.
Á morgun (fimmtudag) er síðan önnur lægð í kortunum á svipuðum slóðum. Sú verður dýpri en lægðin í dag. Það þýðir að vindur verður víða allhvass eða hvass (sunnan- eða suðvestanátt), jafnvel stormur í vindstrengjum á norðanverðu landinu.
Einnig má búast við talsverðri rigningu fyrri part dags sunnan- og vestanlands. Seinnipartinn á morgun dregur úr vætu og rofar til í norðausturfjórðungi landsins, þar eru horfur á að hiti nái 20 stigum í hnjúkaþey. Annað kvöld dregur síðan úr vindbelgingnum. Spá gerð: 04.09.2024 06:43. Gildir til: 05.09.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Sunnan og suðaustan 8-15 m/s, en 15-23 á norðanveðu Snæfellsnesi fram eftir degi. Víða súld eða rigning, en hægari og úrkomuminna austanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.
Sunnan og síðar suðvestan 13-23 m/s á morgun, hvassast norðantil og víða rigning fyrripart dags. Dálítil væta síðdegis, en léttir til fyrir austan. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið.
Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustantil.
Spá gerð: 04.09.2024 09:49. Gildir til: 06.09.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og súld með köflum, en hvessir og fer að rigna vestantil um kvöldið. Heldur hægari vindur og léttskýjað austanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á laugardag:
Suðvestan 8-15 m/s og skýjað með köflum og smáskúrir á Suður- og Vesturlandi, en annars bjartviðri. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast fyrir austan.
Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt og rigning með köflum á norðanverðu landinu, en stöku skúrir syðra. Kólnandi veður.
Á mánudag og þriðjudag:
Ákveðin norðanátt og skúrir eða slydduél norðan- og austanlands, en annars bjartviðri. Hiti 2 til 10 stig að deginum, mildast syðst.
Spá gerð: 04.09.2024 08:16. Gildir til: 11.09.2024 12:00.