Hugleiðingar veðurfræðings
Það er búið að rigna hressilega á Austfjörðum í nótt og er gul viðvörun í gildi þar vegna úrkomu fram eftir morgni, en dregur vel úr vætunni fyrir hádegi. Það spáir norðaustan 5-13 m/s í dag og rigningu víða, en á norðvesturhlutanum verða 13-18 m/s og talsverð úrkoma þar seinni partinn. Gular viðvaranir vegna úrkomu hafa verið gefnar út fyrir Vestfirði og Norðurland Vestra. Þegar líður á daginn kólnar á landinu og mun úrkoman breytast í slyddu eða snjókomu til fjalla norðvestantil og breytast gulu viðvaranirnar í hríð á fjallvegum í kvöld. Þessar viðvaranir eru í gildi fram eftir morgundeginum.
Á morgun lægir vestanlands, en bætir í vind fyrir austan og er útlit fyrir allhvassa vestanátt þar seinni partinn. Áfram rigning fyrir norðan og slydda eða snjókoma til fjalla.
Gul viðvörun vegna veðurs: Vestfirðir, Strandir og norðurland vestra og Austfirðir
Veðuryfirlit
Skammt SA af Hornafirði er vaxandi og víðáttumikil 962 mb lægð sem fer N.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 5-13 m/s með morgninum, en 10-18 um landið vestanvert. Rigning víða um land og hiti 4 til 10 stig. Talsverð úrkoma á Vestfjörðum og Norðvesturlandi síðdegis og slydda eða snjókoma á fjallvegum á þeim slóðum í kvöld og bætir í vind. Kólnar víða. Allhvöss vestlæg átt um landið austanvert á morgun, en lægir vestantil. Rigning á láglendi fyrir norðan, en slydda eða snjókoma til fjalla. Annars að mestu þurrt. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast suðaustantil.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 8-13 m/s með morgninum og styttir upp, en norðlægari síðdegis og dálítil væta. Hiti 6 til 11 stig, en kólnar í kvöld.
Gengur í norðvestan 13-20 í nótt, en dregur úr vindi á morgun. Þurrt að kalla en líkur á stöku skúr undir kvöld. Hiti 4 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðvestan og vestan 5-13 m/s, hvassast við norðurströndina. Rigning eða slydda á norðanverðu landinu, en bjartviðri sunnantil. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst.
Á föstudag:
Norðvestan og norðan 8-15 með rigningu eða slyddu, en skýjað með köflum á sunnanverðu landinu. Hiti 1 til 7 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.
Á laugardag:
Gengur í suðaustan 10-15 með rigningu og hita 3 til 8 stig. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi með björtu og svölu veðri fram undir kvöld.
Á sunnudag:
Breytileg átt og rigning um tíma í flestum landshlutum. Hiti 3 til 8 stig.
Á mánudag:
Norðlæg átt með rigningu um landið norðaustanvert, en þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 7 stig.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu, einkum um landið sunnan- og vestanvert.