Krafa vistvænna strandveiðimanna sem fá úthlutaða sóknardaga, er að veiðar hefjist 15.mars ár hvert og þeim ljúki fyrsta oktober á hverju ári
Til þess að það geti orðið að veruleika, þarf að stokka upp í 5,3% kerfinu svokallaða og breyta þar úthlutun. Í samtali við vistvæna strandveiðisjómenn hefur komið fram að þeir hafi heyrt að ráðherra ætli að afnema skel og rækjubætur sem hafa verið umdeildar sem og pólitískan byggðakvóta sem er enn umdeildari og hefur reglulega komist á forsíður fjölmiðla. Útgerðir sem hafa fengið þennan kvóta árlega hafa ekki enn fengið úthlutun og er von strandveiðimanna sú að hlutur þeirra verði nú leiðréttur.
Vistvænar strandveiðar hjá smábátum hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár og hafa úthlutanir sóknardaga verið í lausu lofti undanfarin ár og áratugi.
Útgerðum strandveiðbáta hefur verið lofað ár eftir ár, ákveðnir örfáir veiðidagar að sumri en oftast verið stoppaðir löngu áður en þeir dagar nást. Nú síðast var þeim lofað 48 dagar þ.e. 12-14 klst. hvern dag en það var svikið, og olli það stórtjóni hringinn í kringum landið ásamt mikilli byggðaröskun og fjárhagstjóni einyrkja sem og fyrirtækja í greininni.
Vistvænir strandveiðibátar hafa fengið allt að 96 sóknardaga á ári, hér á árum áður og niður í 23 daga. Þá hefur þeim síðustu ár verið lofað að fá að veiða út sumarið en það jafnan ítrekað svikið af ráðherrum.
Skel- og rækjubætur eru veiðiheimildir sem úthlutað er til þeirra sem áttu kvóta í skel og rækju áður en hrun varð í þeim veiðum. Árlega hefur verið úthlutað frá 2000 til 2500 tonnum þar sem örfá útgerðarfélög fá allt að þúsund tonn af þessum bótum og hafa fengið undanfarna áratugi.
Yfirleitt fá útgerðarmenn sem veiddu hörpudisk og innfjarðarrækju á árum áður að vita það síðsumars hversu miklar veiðiheimildir þeir fá af öðrum tegundum. Í ár hefur engin slík reglugerð verið gefin út þrátt fyrir að mánuður sé liðinn af fiskveiðiárinu. Það gæti bent til breytinga á fiskveiðikerfinu.
Skel- og rækjubætur falla undir byggðakerfi fiskveiðistjórnunarkerfisins, þar sem 5,3% af árlegum veiðiheimildum eru teknar frá úthlutunum til kvótaþega til að efla atvinnu og byggð í landinu eins og það er orðað í lögum og reglugerðum. Undir 5,3-pottinum eru hinar ýmsu ráðstafanir í fiskveiðikerfinu: strandveiðar, byggðakvóti almennur og sértækur, línuívilnun og svo skel- og rækjubætur.
Með því að úthluta þessum 2500 tonnum til strandveiðibáta myndi sú úthlutun sannarlega rétta við það óréttlæti sem strandveiðimenn hafa búið við undanfarna áratugi sem og byggðir alls landsins.