Hér eru nokkur mál úr dagbók lögreglu á tímabilinu 3. október kl. 17:00 til 4. október kl. 05:00. Þegar þetta er ritað gista sjö fangageymslur lögreglu. Alls eru 86 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Listinn er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:
Aðili handtekinn grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna. Reyndist einnig í ólöglegri dvöl. Vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Ökumaður kærður fyrir akstur á bifreið bar ekki skráningarmerki. Þá reyndist ökutækið einnig ótryggt. Afgreitt með vettvangsskýrslu umferðarmála.
Tilkynnt var um líkamsárás skömmu fyrir miðnætti og talað um hnífstungu. Einn fluttur á slysadeild með minniháttar áverka eftir. Meintur gerandi fannst fljótlega og var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Ökumaður handtekinn grunaður um vörslu fíkniefna og akstur undir áhrifum. Flutt á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Tilkynnt um hópslagsmál utan við skemmtistað í miðbænum. Nokkrir handteknir vegna málsins. Einn fluttur á slysadeild.
Aðili kærður fyrir vopnalagabrot. Laus að lokinni skýrslutöku.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Tilkynnt um ungmenni að kasta steinum í bifreiðar. Nokkuð tjón eftir. Leyst með aðkomu forráðamanna.
Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Fluttur á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur en hann mældist á 153 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Tilkynnt um innbrot í fyrirtæki. Málið í rannsókn.
Almennt eftirlit og aðstoð við borgara.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
Tilkynnt um vinnuslys en þar hafði maður fallið 4 metra af vinnupalli og niður á jörðu. Fluttur á slysadeild til skoðunar.
Tilkynnt um þjófnað í verslun. Afgreitt á vettvangi.
Tilkynnt um tvö ungmenni á Hopp rafhlaupahjóli á miðri akbraut. Afgreitt með aðkomu foreldra.