3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Bílvelta á Tálknafirði – alelda

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

 

Lögreglan á Vestfjörðum 

Bílvelta varð á Tálknafirði, móts við Gileyri, sl. mánudag. Er lögreglu bar að garði lá bifreiðin á hliðinni og var alelda. Ökumaður og farþegi höfðu komist út með aðstoð vegfarenda. Skömmu síðar bar slökkvilið að og slökkti eldinn. Ökumaður sagðist hafa misst stjórn á bílnum sökum hálku. Var þeim ekið til Tálknafjarðar þar sem þeir hlutu andlega aðhlynningu en meiðsl urðu engin.
Sama dag barst beiðni um að flytja slasaðan mann á heilsugæslu til aðhlynningar frá Patreksfjarðarhöfn. Var hann meiddur á fingri.
Á þriðjudag var aðili handtekinn þegar hann hafði sótt pakkasendingu á Bíldudalsflugvöll, er hafði komið með flugi frá Reykjavík. Grunur lögreglunnar um að fíkniefni væru í pakkanum reyndist á rökum reistur þegar hann var opnaður. Í honum reyndust vera um 30 grömm af kannabisefnum. Í tengslum við rannsókn málsins framkvæmdi lögreglan húsleit á heimili mannsins í Vesturbyggð. Eigandi pakkans var yfirheyrður og sleppt að henni lokinni.
Tilkynnt var um afstungu á Ísafirði en þá hafði einhver ekið aftan á bifreið annarrar án þess að láta vita. Bifreiðin sem ekið var á er rauð að lit og stóð á bifreiðastæði við bensínstöð N1 á Ísafirði 29. október sl. Hafi einhver upplýsingar um málið er sá sami beðinn um að hafa samband við lögreglu í síma 444 0400.
Tjón varð á þremur bifreiðum við grjóthrun norðan við Arnarneshamar á þriðjudag. Bæði á hjólbörðum og í einu tilfelli skemmtist undirvagn. Engin slys urðu á fólki. Grjót hafði fallið úr hlíðinni á veginn. Skuggsýnt var þegar atvikið átti sér stað og ökumenn sáu ekki grjótið í tæka tíð.
Umferðaróhapp varð á fimmtudag í Mikladal á milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Um var að ræða vörubifreið með festivagn og lá bifreiðin þversum á veginum og lokaði fyrir umferð. Ökumaður hafði þar misst stjórn á bifreiðinni. Ekki urðu slys á fólki. Það tók um tvær og hálfa klukkustund að opna veginn aftur fyrir umferð.
Í gær kviknaði eldur í sexhjóli í Strandabyggð. Ökutækið var orðið alelda þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn og brann til kaldra kola. Engin slys urðu á fólki.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur í vikunni. Hann ók á 111 km hraða þar sem leyfilegur hraði er 90 km. Sá var stöðvaður í Strandabyggð. Annar ökumaður var stöðvaður í Súðavík hvar hann ók á 90 km hraða þar sem einungis er heimilt að aka á 50 km hraða.
Einn ökumaður var kærður fyrir að vera undir áhrifum áfengis. Sá var stöðvaður seint að kveldi 1. nóvember þegar hann ók um götur Tálknafjarðar.
Einn ökumaður var kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var í akstri í Skutulsfirði. Í framhaldinu var framkvæmd húsleit á heimli mannsins þar sem lítilræði af efnum og áhöldum tengdum þeim fundust.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka bifreið, sviptur ökuréttindum. Hann var stöðvaður á Ísafirði.