Veðurhorfur á landinu
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s í kvöld. Slydda eða snjókoma með köflum SA-lands, en él á N- og A-landi.
Norðaustan 8-13 á Vestfjörðum og við SA-ströndina á morgun, annars hægari. Bjart með köflum, en snjókoma eða él SA-til. Frost víða 0 til 8 stig, en frostlaust við ströndina á S-verðu landinu.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Austan 8-13 m/s og él með suðurströndinni, en hægari og þurrt annars staðar. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA-lands, en frostlaust við suður- og vesturströndina.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt, 3-8 m/s. Dálítil slydda eða snjókoma um tíma á Vestfjörðum og stöku él S-lands, en bjart veður á N- og A-landi. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Gengur í allhvassa eða hvassa suðaustanátt, en hægari á N- og A-landi. Rigning eða slydda á S-verðu landinu, en þurrt norðantil. Hlýnandi, hiti 0 til 5 stig síðdegis en vægt frost NA-lands.
Á laugardag:
Austlæg átt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið N-og V-lands. Hiti 0 til 5 stig.
Á sunnudag:
Austlæg átt, bjart með köflum og heldur kólnandi veður.