,,Það er einfaldlega verðhrun á fiski“
Verð á harðfiski hefur ekki verið lægra síðan í síðasta hruni, Costco hefur verið með lang lægsta verðið undanfarna mánuði og er enn með vinninginn. Þá lækkaði Costco einnig verðið enn meira eða um 1.000 krónur kílóið og verðið þar er núna aðeins 6.398 krónur sem er um helmingi lægra verð en sumar aðrar verslanir eru að selja harðfisk á. Háft kíló í Costco hefur verið selt á 3.199 krónur að undanförnu.
Verðið í öðrum verslunum hefur verið allt að helmingi hærra, m.a.s. í verslunum í nágrenni við Costco sem hafa ekki náð að keppa við Costco um verð undanfarin ár.
Sérfræðingur sem rætt var við, sagðist reikna með að verðið muni lækka verulega einnig hjá öðrum, vegna þess að í því Covid ástandi sem er núna, þá er offramboð á fiski.
,,Fiskframleiðendur hafi sagt það sjálfir að nú sé verið að frysta fisk vegna þess að veitingastaðir um allan heim eru lokaðir vegna Covid-19. Fólk heldur að sér höndum og er ekki að fara á veitingastaði í Covid. Þá er efnahagsástandið þannig að margir hafa ekki vinnu eða mega eiga von á því að missa vinnuna og þá minnkar aðsókn í lúxusvarning á ofurverðum.
Það eru miklu fleiri lönd sem eru að keppast við að selja fisk eins og íslendingar, jafnvel lönd sem eru með miklu lægri verð en eru í boði hér á landi þar sem okrað er á öllu.
Ég veit t.d. að þau lönd sem við erum að keppa við um sölu á fiski, eru að bjóða lægstu mögulegu verð, fyrir fisk í sama gæðaflokki og er verið að bjóða hér en á miklu lægri verðum en áður hafa þekkst. – Það er einfaldlega verðhrun á fiski í Covid“