Hér er það helsta úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 til klukkan 05:00. Þegar þetta er ritað gista tveir í fangageymslu lögreglu. Alls eru 55 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Listinn er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:
Lögregla kölluð til vegna reiðhjólaslyss.
Lögregla kölluð til vegna þjófnaðar úr verslun.
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:
Lögregla kölluð til vegna innbrots. Málið er í rannsókn.
Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um að hafa ekið á rúmlega tvöföldum hámarkshraða en sá ók á 98km/klst þar sem hámarkshraði er 40 km/klst. Ökumaður á yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda.
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Laus eftir sýnatöku á lögreglustöð.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Laus eftir sýnatöku á lögreglustöð.
Lögregla kölluð til þar ökumaður umferðaróhapps hafði ekið af vettvangi. Í ljós kom að ökumaður bifreiðarinnar sem var ekið af vettvangi var án ökuréttinda.

