Nokkuð rólegt hefur verið hjá lögreglu í nótt en aðeins 46 mál komu inn á borð lögreglu í nótt á Höfuðborgarsvæðinu og í langflestum tilfellum var um aðstoð vegna ölvunar eða vegna deilna á milli aðila og slagsmála.
Um klukkan 23:30 var ökumaður handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Ökumaður hafði ekið yfir grindverk og inn í garð á Snorrabraut. Ökumaður gistir nú fangageymslu vegna rannsóknar málins. Bifreiðin var flutt með dráttarbifreið af vettvangi enda skemmd. Skömmu síðar var aðili handtekinn í Hafnarfirði grunaður um líkamsárás í heimahúsi. Kærði gistir fangageymslur vegna rannsóknar málsins en áverkar brotaþola eru taldir vera minniháttar.
Þá var aðili stöðvaður í Grafarvogi en í ljós kom að hann var sviptur ökuréttindum. Klukkan 02:39 var aðili handtekinnn í miðborginni eftir að hafa neitað að fara eftir fyrirmælum lögreglu. Aðilinn veittist að lögreglu sem þurftu að beita varnarúða til að stöðva árás aðilans. Kl.04:00 var aðili handtekinn Breiðholti en hann hafði gerst sig heimakominn í stigahúsi og lagst þar til svefns. Aðilinn bjó ekki í húsinu, aðilinn gat ekki upplýst lögreglu um dvalarstað sinn og gisti því fangageymslu nú.
Rétt fyrir klukkan 05:00 var aðili handtekinn í miðbæ Reykjavíkur vegna gruns um dreifingu á fíkniefnum. Aðilinn bíður nú yfirheyrslu. Þetta er brot af því sem að kom fram í dagbók lögreglunnar fyrir liðna nótt.