Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag gengur í norðan 8-15 m/s. Búast má við hvassari vindi í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum undir kvöld, strengirnir ná jafnvel stormstyrk á þessum slóðum þegar líða fer á kvöldið. Það er útlit fyrir él eða snjókomu á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 3 til 13 stig.
Á morgun er síðan svipað veður áfram, en annað kvöld dregur úr vindi og úrkomu. Spá gerð: 05.01.2025 06:44. Gildir til: 06.01.2025 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðan 8-15 m/s, en hægari vindur vestantil fram eftir degi. Hvassara í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum undir kvöld. Él eða snjókoma á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 3 til 13 stig. Svipað veður á morgun, en dregur úr vindi og ofankomu annað kvöld.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Breytileg átt 3-10 m/s og snjókoma með köflum á vestanverðu landinu. Norðan 5-13 austantil með stöku éljum. Frost 3 til 14 stig, kaldast inn til landsins.
Á miðvikudag:
Norðlæg átt 3-8 m/s og víða léttskýjað, en 8-13 og lítilsháttar él með austurströndinni. Frost 5 til 17 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt og víða léttskýjað, en skýjað vestanlands með stöku éljum. Frost 1 til 15 stig, minnst vestast á landinu.
Á föstudag:
Suðaustanátt með slyddu eða rigningu sunnantil og hita 1 til 6 stig. Þurrt norðanlands og minnkandi frost.
Á laugardag:
Útlit fyrir vaxandi suðlæga átt með rigningu, einkum á sunnanverðu landinu. Hlýnandi veður.
Spá gerð: 05.01.2025 08:05. Gildir til: 12.01.2025 12:00.