Frá veðurfræðingi – Lítur: Appelsínugulur. Það hefur hlánað og því eru minni líkur á skafrenningi. Hvessir hins vegar sunnan til í dag. Austan 23-28 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Hviður allt að 50 m/s. frá um kl. 13-14, veðrið nær hámarki um kl. 19 en svo lægir um miðnætti. Í Öræfum verður byljótt við Sandfell frá um kl. 15 og fram á nótt.
Áætlanir um mögulegar lokanir hafa verið endurskoðaðar
Vegna slæms veðurútlits er nú reiknað með þessum lokunum:
Hellisheiði og Þrengsli: Líkleg lokun um kl. 16:00 í dag – Líkleg opnun: 01:00 e. miðnætti.
Hjáleið möguleg: Suðurstrandarvegur um Grindavík.
Hvolsvöllur – Vík: Líkleg lokun kl. 13 í dag. – Líkleg opnun: kl 01:00 e. miðnætti.
Skeiðarársandur (frá Núpsstað), Öræfi og að Höfn: Líkleg lokun kl. 14.00 i dag – Líkleg opnun: kl. 6:00 í fyrramálið (6. feb.)
Færð og aðstæður
Yfirlit: Vetrarfærð er víðast hvar á landinu, hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Kalt er í veðri norðanlands en hiti víða um og yfir frostmarki sunnanlands.
Suðvesturland: Allvíða hálka eða hálkublettir. Skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Bláfjallavegur er þungfær en einnig austan Þingvallavatns, milli Lyngdalsheiðarvegar og Írafoss.
Vesturland: Hálka eða snjóþekja og sumstaðar skafrenningur.
Vestfirðir: Víðast hvar hálka á vegum og sumstaðar skafrenningur, ekki síst á fjallvegum. Þæfingsfærð er á Bjarnarfjarðarhálsi en þungfært er norður í Árneshrepp.
Norðurland: Hálka eða hálkublettir á flestum aðalleiðum en víða snjóþekja á útvegum.
Norðausturland: Hálka flestum vegum. Þungfært er á kafla innansveitar í Vopnafirði.
Austurland: Hálka eða snjóþekja víðast hvar. Éljagangur er á Fagradal og með ströndinni suður í Álftafjörð.
Suðausturland: Hálkublettir og hálka.
Suðurland: Víðast hvar nokkur hálka eða snjóþekja. Skafrenningur er á Lyngdalsheiði.
https://www.fti.is/2019/02/04/aaetlun-um-lokanir-a-vegum-vegna-vedurs-5-og-6-februar/