Á vef Pírata á Facebook, Pírataspjallinu, er mikil ólga vegna uppátækis Björns Leví Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem að stóðu örskamma stund sitt hvoru megin við Bergþór Ólason er hann var í pontu á Alþingi í dag. Þingmenn Pírata settu á sig húfur merktar FO (Fokk ofbeldi) og stilltu sér upp við hlið Bergþórs, þingmanns Miðflokksins, þegar hann hélt ræðu í umræðum um samgönguáætlun.
Vefur Pírata á Facebook hefur logað í illdeilum vegna atviksins og fordæma margir aðförina að Bergþóri og kalla hana einelti í garð pólitísks andstæðings á meðan aðrir réttlæta verknaðinn. Ljóst er að Píratar eru klofnir í afstöðu sinni og mikil óánægja og óeining er innan raða þeirra vegna málsins. Þá má geta þess að varaforseti Alþingis, átaldi framgöngu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur og Björns Leví Gunnarssonar, þingmanna Pírata.
Spjallið byrjar á fyrirsögninni: Er einelti ekki einmitt ofbeldi? M.a. er því haldið fram innan raða flokksins, á pírataspjallinu að Píratarnir tveir hefðu þarna beitt pólitískan andstæðing sinn eineltisofbeldi og hræsni, vegna þess að þau hafi sjálf verið að mótmæla með einelti og ofbeldi. Rifrildi er á meðal fólks á pírataspjallinu og allt látið fjúka, eins og t.d.: ,, Hvaða fífl eru með húfurnar ..afsakið munnsöfnuðinn..“ ,,Býst þá við að feministar verði látnir gjalda fyrir sitt ofbeldi bráðum líka,“ og svo er rætt um femínisma og einelti ofl. ofbeldi og sitt sýnist hverjum en nóg er af köldum kveðjum innan hópsins og orðaskakið stóð enn yfir er heimildarmaður yfirgaf spjallið.
Þá er á öðrum spjallþræði rifjað upp að þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarssona vék grátandi úr pontu eftir að hafa rifjað upp það einelti sem að hann sjálfur varð fyrir, fyrir áratugum, og því væri stórundarlegt að sjá hann standa þarna við annan mann stunda einelti frammi fyrir alþjóð.
RÚV skýrir frá því að Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti Alþingis, átaldi framgöngu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur og Björns Leví Gunnarssonar, þingmanna Pírata, á Alþingi í dag.
„Forseti vill átelja framkomu háttvirtra þingmanna Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur og Björns Levís Gunnarssonar við upphaf ræðu háttvirts þingmanns Bergþórs Ólasonar,“ sagði Bryndís.
,,Bryndís vísaði til orða forseta Alþingis árið 2012 þegar tveir þingmenn gengu framhjá ræðustól Alþingis með blöð sem á stóð málþóf. Það voru þeir Björn Valur Gíslason, Vinstri grænum, og Lúðvík Geirsson, Samfylkingunni. Í ræðustól var Illugi Gunnarsson Sjálfstæðisflokki. Þetta gerðist í umræðu um fjárlög og olli uppnámi á þingi. Bryndís vísaði til orða þáverandi forseta Alþingis sem sagði að atvik af þessu tagi væru ekki við hæfi og að á Alþingi tjáðu menn sig úr ræðustóli.“