Þúsundir vilja styrkja félagið og berjast gegn spillingunni

Magnús Guðbergsson skipstjóri á Suðurnesjum hóf umræðuna formlega fyrir rúmri viku síðan um að stofna félagasamtök sem mun væntanlega bera nafnið Réttlæti sem verða félagasamtök sem rísa upp gegn óréttlætinu á Íslandi og misskiptingunni og fyrsta verkefni félagsins verður að að berjast gegn kvótakerfinu, kerfi sem sé ónýtt og óréttlátt að áliti þeirra sem munu standa að félaginu.
,,Það eru svo margir búnir að skrá sig nú þegar fyrir þátttöku og búið er að safna framlögum fyrir hátt í 700 þúsund og sú tala hækkar hratt. Enda mikil óánægja í þjóðfélaginu almennt með þetta mikla óréttlæti. Eins og er, er aðeins verið að skrá þá sem vilja lofa fjármagni í félagið sem verður stofnað á næstunni, Þegar við sjáum fram á nægt fjármagn. Þá verður farið í að kaupa eða leigja bát og framfylgja áætlunum sem koma fram á síðari stigum í ferlinu. Sala á fiski verður ekkert vandamál.“ Segir Magnús Guðbergsson um félagið Réttlæti sem stefnt er að að stofna á næstu dögum. Þá ætlar félagið einnig að hefja málsóknir gegn spillingu og þar verður byrjað á kvótakerfinu og það mál verður rekið fyrir dómstólum og þá líklegast fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu.
Hópmálsókn fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu
,,Þessi gjörningur er hugsaður þannig að allir sem leggja fé í þessar aðgerðir sem stofnað verður félag utan um og mætti heita Réttlæti. Verða aðilar að réttlæti til handa þjóðinni enda verður það þjóðin sem á endanum rekur málið fyrir dómstólum. Ef hver einasti íslenskur ríkisborgari leggur málefninu lið með 500 krónum að lágmarki, er viðkomandi búinn að lýsa vantrausti á núverandi fiskveiðakerfi.“
Afkomuofbeldi sem verði að taka á af fullum þunga

Blaðamaður Fréttatímans spyr Magnús að því hver krafan verði fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu? ,,Hérna á Suðurnesjum er rúmlega 20% atvinnuleysi og við eigum örugglega eftir að sjá það fara vel yfir 30% í Covid, en við erum með báta hérna við bryggjur sem meiga ekkert gera.
Við erum með fengsæl fiskimið fyrir framan okkur alla daga og báta sem geta t.d. stundað vistvænar krókaveiðar en við meigum ekki fara frá bryggju nema vera búnir að leigja kvóta af einhverjum út í bæ, jafnvel erfingja sem hefur aldrei díft hendi í kalt vatn hvað þá komið niður á bryggju. Þetta er það sem þeir aðilar sem ég hef verið í sambandi við, ætla ekki að láta bjóða sér lengur. Þetta sé afkomuofbeldi sem verði að taka á af fullum þunga. Svona er ástandið bæði hér og víða um allt land, fólk má ekki bjarga sér og veiða úr sameign þjóðarinnar. Þjóðin á kvótann samkvæmt lögum.
Þess má geta að Magnús Guðbergsson verður í viðtali við Kolfinnu Baldvinsdóttur klukkan fljótlega á útvarpi Sögu og líklega munu fleiri fjölmiðlar bjóða Magnúsi og félögum í viðtöl á næstu dögum og mánuðum þar sem hópurinn er að hefja langt og strangt ferli í þeim málefnum sem fyrir liggja.
https://gamli.frettatiminn.is/26/01/2021/aetla-ad-roa-an-kvota-og-hundsa-onytt-kvotakerfi/
Discussion about this post