Það var áskrifandi sem hafði heppnina með sér en hann var einn með 1. vinning í Lottó þessa vikuna og fær 10 milljónir í vinning. Þrír miðahafar skiptu bónusvinningnum á milli sín og fær hver þeirra rétt tæplega 150 þúsund í vinning, einn miðinn var keyptur hjá Orkunni í Suðurfelli, einn í Appinu og einn er í áskrift.
Enginn var með 1. vinning í Jóker en fjórir voru með 2. vinning og fá þeir 100 þúsund kall í vasann. Þrír miðanna eru í áskrift en einn var keyptur í Hagkaup á Seltjarnarnesi.
Umræða