Gjafsóknarnefnd dómsmálararáðuneytis og með endurskoðun Umboðsmanns Alþingis, hafna gjafsókn til að reka mál (prófmál) fyrir dómi hvort viðurkenna skuli Foreldraútilokun, Parental Alienation, í forsjár og umgengnismálum.
Gagnrýni umsækjanda, sem er faðir, um niðurstöðu gjafsóknarnefndar er helst að það sé hlutverk dómstóla að meta tjón, eða ekki, af völdum Foreldraútilokunar, en ekki gjafsóknarnefndar né U.A. Það er það sem gögn sýna, að gjafsóknarnefnd tekur sér vald til að dæma um tjón Foreldraútilokunar og U.A. tekur undir það.
Þannig hafi gjafsóknarnefnd og með samykki U.A. tekið sér dómsvald sem það hefur ekki, þegar það krefst rökstuðning umsækjanda fyrir hvers vegna Foreldraútilokun skuli vera til eða varða almannaheill, enda önnur og ítarlegri málsmeðferð fyrir dómi. Þar með talin álit sérfræðinga, matsmanna og vitnisburður sem og aðildarskýrslur. Engu slíku er að dreifa hjá gjafsóknarnefnd.
Foreldraútilokin hefur verið í opinberri umræði á Íslandi í áratug a.m.k., og eykst með aukinni vitundarvakningu. Frumvarp til laga um refsingu við tálmun var lögð fram í fleiri en einum þingfundi Alþingis. Flestum þykir brýnt að fá úr því skorið hvort Foreldraútilokun skuli viðurkennd í lögum.
Foreldraútilokun, eða Parental Alienation, er hvergi að sjá að sé nefnd á nafn í svari U.A. né gögnum DMR
Foreldraútilokun, eða Parental Alienation, er hvergi að sjá að sé nefnd á nafn í svari U.A. né gögnum DMR, sem er til marks um þann ótta sem virðist að fjalla um málið fyrir dómstólum eða jafnvel almennt ræða að vanda til umræðu um það ofbeldi sem Foreldraútilokun er gagnvart börnum. Einsog orðið Foreldraútilokun megi ekki skrifa í opinber gögn.
Í umsögn U.A. má segja að allt sé týnt til til að taka undir með DMR og hafna gjafsókn, lagarök og vísan í 27 ára gamalt fordæmi (bls 2) um svigrúm gjafsóknarnefndar til túlkunar.
Sérstaka athygli vekur að fullyrt er að ekki liggi fyrir gögn um tjón ná sambærilegt, en umsækjandi og faðir, var öryrki og fylgdi staðfesting sálfræðings að vanlíðan og mjög skerta starfsgetu umsækjanda. Einnig staðfesting á tengslarofi, að móðir hafi leitt barn til sálfræðings án samþykki föðurs ofl. atriði sem eru alkunna í tálmunarmálum.
Augljóst er að andstaðan er mikil og kerfisbundin gegn því að Foreldraútilokun fá meðferð fyrir dómi eða viðurkennd.
Hluti af þeirri vegferð yrði að draga í efa að hlutfall karla (feðra) sem gerendur ofbeldis sé eins hátt og haldið er fram, því mæður (konur) eru flestir gerendur í Foreldraútilokun. Verði Foreldraútilokun viðurkennd má ætla að hlutfall kvenna í opinberum tölum sem gerendur heimilisofbeldis, hækki verulega, sem og kann að ögra tekjustofnum jafnréttisiðnaðarins á Íslandi.
Vonandi verður þessi niðurstaða til þess, svo framarlega sem almenningur fær vitneskju um hana, að vekja athygli á því hvernig stjórnsýslan beitir sér gegn réttlátri málsmeðferð.
Þrátt fyrir þetta er áætlað að Foreldraútilokun komi til meðferðar dómsstóla á Íslandi fyrr eða síðar enda ekki séð hvernig annað er hægt ef baráttan gegn ofbeldi á börnum þegar þau eru svipt öðru foreldi sínu á að ná viðunandi árangri. Þá er víst að fleiri en eitt mál vegna Foreldraútilokunar er áætlað eða þegar í bígerð fyrir íslenskum dómstólum. Víst er að stefnendur þurfa að kosta slíkt sjálfir með áætluðum kostnaði á bilinu 4 til 5 mil kr.
Vonandi verða þessar upplýsingar baráttunni til framdráttar og í tilfellum að einstaklingar og embættismenn taki ábyrgð á málsmeðferð sinni og þöggun sem einkennir þetta „stríð“ gegn feðrum með því mikla tjóni sem börn verða fyrir.
Gjafsóknarefndina skipa til og með 30. júní 2028:
- Áslaug Árnadóttir, lögfræðingur og jafnframt formaður, án tilnefningar
- Hervör Lilja Þorvaldsdóttir, landsréttardómari, tilnefnd af Dómarafélagi Íslands.
- Jóhannes Albert Sævarsson, lögmaður, tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands,varamaður m.a. Hlynur Jónsson, héraðsdómari.
Reykjavík, 18 desember 2023.
Dómsmálaráðuneyti
Sölvhólsgötu 7
101 Reykjavík
Efni: Stjórnsýsluæra, vegna DMR…….
1
Með vísan í upplýsinga- og rannóknarskyldu sbr góða stjórnsýsluhætti, 14. gr laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996 og meðalhóf sbr lög um stjórnsýslu 37/1993, er úrskurður gjafsóknarnefndar kærður. Áskilinn er réttur um að reifa neðangreint frekar m.t.t. laga verði ástæða til.
Vísað er til gagna er þegar liggja öll hjá ráðuneyti í máli þessu.
Er kærð sú ákvörðun að veita ekki gjafsókn í máli sem varðar almannaheill og hefur ekki komið til meðferðar fyrir íslenskum dómstólum. Hún verði veitt ef nægilegt tilefni er til málshöfðunar eða “eðlilegt megi teljast að öðru leyti að gjafsókn sé kostuð af almannafé”. Enda er málið þess eðlis að eðlilegt sé að málskostnaður verði greiddur af almannafé og málsefnið er skýrt.
Ekki fer á milli mála sbr bréf gjafsóknarnefndar dagst 18 október sl að átaklína málsins liggur um hvort horfi beri til þess sem kallað er Foreldrafirring, einnig Foreldraútilokun, (þýtt “Parental Alienation”), við málsmeðferð í umgengnsimálum barna. Er hugtakið “Foreldraútilokun” reifað í bréfi gjafsóknanefndar, í erindi Ríkislögmanns, og rakið ítarlega í málsgögnum og í umsókn til gjafsóknarnefndar.
Enga röksemd er að sjá að ekki sé nauðsyn fyrir almannaheill að afstaða íslenskra dómstóla komi fram og sé afar brýn þegar til kastanna kemur að túlka Foreldraútilokun, sem hugtak, eða í hvaða öðru formi sem hún kann að birtast.
Af orðræðu sem fram kemur í úrskurðu gjafsóknarnefndar má því ráða að niðurstaða hennar sé vanhugsuð, eða lotið geðþótta. Einnig skal á það bent að lögmenn/lögfræðingar hafa ekki nauðsynlega fag-þekkingu skv lögum til að meta einstök atriði geðheilbrigðismála eða sambærilegs á vettvangi sem þessum og segir í siðareglum LMF að þeim beri að leita sérfræðiálits í málum sem hefur ekki komi álita í störfum þeirra fyrr.
2
Hvað málshraða varðar er krafist að horft verði til erindis undirritað dagst 4 desember sl. (hjálagt) þar sem krafist var skýringu á málflutningu nefndarinnar.Krafist er að úrskurður nefndarinnar verði ógildur og málið tekið til efnislegra og þóknanlegra málsmeðferðar eins fljótt og verða má.
Umræða