Fréttatíminn hefur verið að skoða mál er varðar gróft ofbeldi í tálmunarmáli þar sem gerandinn á sér fimmtán ára afbrotaferil en virðist hafa oft leikið á barnaverndarkerfið.
Í kjölfarið hefur Fréttatíminn sent fyrirspurn varðandi starfsemi Barnaverndar og Barna- og fjölskyldustofu til ráðherra og forstjóra Barna- og fjölskyldustofu sem er hægt að lesa neðst í greininni. Yfirvöld viðurkenna konuna sem : „Viðurkennt fósturforeldri“
Um er að ræða konu sem var skólahjúkrunarfræðingur og virðist hafa leikið á barnaverndarkerfið þrisvar sinnum. Hún státaði sig t.d. af því í einkasamtali að ,,hún kynni svo vel á þetta kerfi vegna þess að hún hefði unnið svo mikið með Barnavernd í skólanum og að hún færi létt með að leika á Barnavernd til að níðast á fyrrverandi maka.“ Þá virðist hagur barnanna engu máli skipta hjá henni.
Aðferð konunar hefur verið með þeim hætti að hún byrjar á því að blása upp vandamál sem eru ekki til staðar á lokametrum þeirra tveggja um tíu ára sambanda sem hún hefur verið í. Þetta hefur hún gert áður en til skilnaðar kemur til þess að tryggja sér forræði. Þá er hún endalaust að senda inn tilkynningar sem eiga lítið sem ekkert erindi til Barnaverndar og hafa áhrif á hug barnanna og beina honum gegn föður sínum svo þau beri sig illa í viðtölum og að faðirinn líti illa út í þeim. Það er reyndar þekktasta leið barnaníðinga í tálmunarmálum en foreldri sem níðist þannig á barni er jú sekt um barnaníð.
Dæmi eru um að konan hafi verið allt að þrjá tíma inn á skrifstofu Barnaverndar til þess að snúa henni gegn föður og jafnframt sent tölvupósta. Virðist þetta hafa verið full vinna hjá henni en hún er öryrki.
Í nágrannalöndum okkar hljóta slíkir aðilar óskilorðsbundinn fangelsisdóm og ekki er langt síðan Íslensk kona var dæmd í þriggja ára fangelsi í Noregi vegna tálmunar.
Lifandi-dáið barn vegna ofbeldis
,,Ég horfði upp á ofbeldið gagnvart stúlkunni sem þá var tíu ára, eða allt frá því að ég kom inn í líf hennar, þegar ég kynntist móður hennar og við hófum sambúð. Hún ólst upp við mikið hatur móður sinnar á föður hennar og hans fólki. Það var daglega talað illa um föður hennar í hennar eyru, bæði af móður hennar og afa hennar og ömmu sem og sumum öðrum ættinigjum.
Mér fannst eitthvað gruggugt við þessar frásagnir og komst svo síðar að því að þær áttu ekki við nein rök að styðjast heldur ýmist upplognar eða stílfærðar honum í óhag gagnvart dóttur sinni. Þó faðirinn legði sig allan fram um að eiga gott samband við dóttur sína og gera vel við hana, þá var það allt eyðilagt jafn óðum með því að gera hann tortryggilegan og gera lítið úr öllu sem hann gerði og gerði ekki. Móðirin hafði heljartak á dóttur sinni og misnotaði það traust glæpsamlega gegn henni.
Samband stúlkunnar við blóðföður sinn og allt hans fólk var eyðilagt og m.a. var ættarnaf hennar afmáð og fleira og fleira. Hún mun aldrei bera þess bætur að hafa búið við ævilangt ofbeldi. Barnið skar sig um árabil til blóðs með hnífi á úlnlið og víðar og langaði ekki að lifa.
Ofbeldi móður stúlkunar gagnvart henni hafði og hefur enn mjög alvarlegar afleiðingar og ég horfði upp á barnið veslast upp andlega og ég sé það enn betur nú þegar komið hefur í ljós hvað átti sér stað að það var rétt. Stúlkunni leið mjög illa andlega vegna þessa ofbeldis og varð fáskiptin, þunglynd og missti alla lífsgleði almennt. Það bar á mikilli andfélagslegri hegðun og hún einangraði sig og hleypti engum að sér og ógjörlegt var fyrir hana að mynda náið samband við aðra. Ég upplifði hana sem lifandi-dáið barn.
Stúlkan sem nú er fullorðin hefur verið hjá sálfræðingum og geðlæknum frá barnsaldri og er enn og hefur tekið ýmis lyf vegna þess ofbeldis sem hún var beitt. Hún hefur alla tíð og enn í dag átt erfitt með mannleg samskipti og á mörg sambönd að baki við hitt kynið þrátt fyrir ungan aldur, sem ekki hafa gengið upp. Tengslamyndun barna sem hafa alist upp við tálmunarofbeldi móður hafa þessi áhrif á börn fyrir lífstíð, þau missa getuna til að mynda náið samband með skelfilegum afleiðingum fyrir líf sitt.“ Segir í greininni sem Fréttatíminn birti um mál skólahjúkrunarfræðingsins fyrrverandi.
Fyrirspurn varðandi starfsemi Barnaverndar og Barna- og fjölskyldustofu
Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Mennta- og barnamálaráðherra
Ólöf Ásta Farestveit
Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu
Fréttatíminn birtir reglulega greinar varðandi málefni barna og nú síðast í vikunni varðandi tálmanir en samkvæmt upplýsingum frá Foreldrajafrétti, virðast yfirvöld á Íslandi líta framhjá slíku alvarlegu ofbeldi.
Skrifað var um mál þar sem Barnavernd Hafnarfjarðar samþykkir manneskju sem á sér 15 ára sögu um mjög gróft og einbeitt tálmunarofbeldi, sem viðurkennt fósturforeldri. Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir!
Ofbeldi með samþykki yfirvalda?
Samþykkir Mennta- og barnamálaráðuneytið og Barna- og fjölskyldutofa að aðili með slíka forsögu um mjög alvarlegt og glæpsamlegt ofbeldi gagnvart barni og foreldri í 15 ár, hljóti viðurkenningu yfirvalda?
Til glöggvunar fylgir grein sem Fréttatíminn ritaði um málið eftir að hafa kynnt sér það mjög vel sem og aðrar greinar um sambærilegt ofbeldi og munum við fylgjast náið með framvindunni.