Veðurhorfur á landinu
Rauðar viðvaranir hafa nú verið gefnar út fyrir meirihluta landsins vegna þess ofsaveðurs sem spáð er á næsta sólarhring. Rauð viðvörun tekur einnig gildi fyrir höfuðborgarsvæðið klukkan 16 í dag, þar sem foktjón er sagt mjög líklegt og að hættulegt geti verið að vera á ferð utandyra.
Gildir viðvörunin til klukkan 19 en tekur svo aftur gildi klukkan 8 í fyrramálið.
Vaxandi sunnanátt, 20-30 m/s seint í dag og hviður yfir 40 m/s. Talsverð rigning, en úrkomuminna norðaustanlands. Hlýnar í veðri, hiti 2 til 9 stig í kvöld. Hægari um tíma í nótt. Sunnan 23-30 í fyrramálið og talsverð rigning, en mun hægari og snjókoma á Vestfjörðum. Dregur úr vindi og úrkomu síðdegis á morgun, fyrst vestantil. Suðvestan 10-18 annað kvöld, él og hiti nálægt frostmarki.
Spá gerð: 05.02.2025 12:05. Gildir til: 07.02.2025 00:00.