Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins með falleinkunn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er lang óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf hans en 64% eru óánægðir með ráðherrann.
Næst óvinsælasti ráðherrann í sama flokki er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Sjálfstæðisflokki en 43% eru óánægðir með störf hans.
Tortryggni vegna spillingarmála

Ljóst er að þessir tveir ráðherrar hljóta algera falleinkunn hjá fólki á Íslandi en mikillar tortryggni hefur gætt undanfarin ár hjá þjóðinni gagnvart báðum þessum mönnum og oftar en ekki eru þeir kenndir við spillingu.
Kristján Þór vegna Samherja meðal annars, en fjallað hefur verið ítarlega um tengsl hans við Samherja og aðkomu hans og m.a. persónulegum tengslum við Þorstein Má og sér meðferð sem Samherji fær vegna t.d. kvótaþaks í sjávarútvegi, þar sem Samherji fær að brjóta lög.
Og Bjarni Benediktsson vegna fyrirhugaðrar sölu á Íslandsbanka m.a. auk fjölda annara mála sem of langt mál er að telja en eru öll kennd við meinta spillingu. Könnunin sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, inniheldur tvær mælingar síðan í lok janúar og byrjun febrúar og er þetta niðurstaða þeirrar vísindalegu mælinga á Íslandi.