7.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Töluvert frost í kvöld og á morgun

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Veðurhorfur á landinu

Norðaustanátt, víða 8-15 m/s og dálítil él í flestum landshlutum en þurrt á Suðvesturlandi. Kólnar smám saman, frost 1 til 7 stig seint í kvöld. Norðlæg átt 5-10 á morgun, en 10-15 suðaustantil. Él á Norðaustur- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan- og vestantil. Frost 3 tiil 10 stig, kaldast inn til landsins. Spá gerð: 05.03.2023 18:11. Gildir til: 07.03.2023 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðlæg átt 8-15 m/s og éljagangur, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Frost 3 til 10 stig.

Á miðvikudag:
Norðan 5-13 og bjartviðri, en svolítil él á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:
Norðaustan 8-15 en heldur hvassara norðvestantil. Éljagangur um landið norðan- og austanvert en annars úrkomulítið. Frost 3 til 10 stig.

Á föstudag og laugardag:
Útlit fyrir áframhaldandi norðlæga átt með éljum, en lengst af þurrt á sunnanverðu landinu. Kalt í veðri.
Spá gerð: 05.03.2023 08:15. Gildir til: 12.03.2023 12:00.