Stjórn Menntaskólans að Laugarvatni hefur samið um starfslok við kennarann Helga Helgason. Þetta er gert eftir ummæli hans um söngvarann Bashar Murad.
Í tikynningu segir að sú orðræða sem Helgi hefur viðhaft samræmist ekki stefnu eða einkennum skólans. „Stjórn skólans og Helgi hafa sammælst um að hann fari í leyfi frá og með deginum í dag og í kjölfarið verði gengið frá starfslokum.“
Helgi kenndi dönsku og fjármálalæsi og hefur einnig sem hefur verið iðinn á facebook síðu Íslensku Þjóðfylkingarinnar en hann var formaður hennar og frambjóðandi.
Í færslu á síðu Þjóðfylkingarinnar sakaði Helgi Bashar um að vera þátttakanda Hamas-samtakanna í Söngvakeppninni, sagði hann „grenjandi og illa skeindan Palestínuaraba“ og gaf í skyn að RÚV myndi hagræða úrslitum Söngvakeppninnar.
Umræða