Bandaríkin hafa boðið Grænlandi aðild að Bandaríkjum Ameríku; United States of America. “Við styðjum rétt ykkar til að ákveða sjálfir framtíð ykkar, ef þið kjósið þá bjóðum við ykkur velkomin í Bandaríki Ameríku,“ sagði Donald Trump í ávarpi frammi fyrir Sameinuðu þingi í Washington. Grænland er í vesturheimi, ekki Evrópu. Ísland er á mörkum gamla og nýja heimsins. Ef Grænlendingar verða 51. fylki USA yrðu Bandaríkin næstu nágrannar Íslendinga.
FRJÁLST & FULLVALDA GRÆNLAND

Við styðjum Grænland til sjálfstæðis og líka ef þeir kjósa aðild að Bandaríkjunum. Danir hafa ekkert um það að segja. Frjálst og fullvalda Grænland opnar nýja veröld fyrir okkur Íslendingum. Kjósi þeir aðild að Bandaríkjunum þá styðjum við þá.
Samstarf Bandaríkjanna, Grænlands og Íslands mun aukast stórkostlega hver sem ákvörðun Grænlendinga verður eftir að frelsi vinnst og landið opnast fyrir umheiminum. Danir hafa ekkert um það að sega. Danir lokuðu Grænlandi fyrir umheiminum og ekki síst Íslandi en það er að breytast.
Grænland er stórbrotnasta erlenda viðskiptatækifæri íslenskrar sögu. Ísland á krossgötum líkt og á þjóðveldisöld. Nýir tímar, ný heimsmynd.
NÝLENDUTÍMI DANA ER LIÐINN

.

Umræða