Það er merkilega algengt að fólk lendi í ofsóknum eltihrella
Í kvöld var fyrsti þáttur af mörgum á stöð tvö um eltihrella sem ofsækja fólk og heilu fjölskyldurnar á Íslandi og komast upp með það. Í þessu tilfelli var um að ræða eltihrelli sem hafði brotið gegn stúlku með ofsóknum sem var að vinna á bensínstöð á Akranesi, á sama tíma og maðurinn ók bíl fyrir fyrirtæki sem rekur margar bifreiðar og var í reikning hjá bensínstöðinni. Maðurinn er búinn að ofsækja konuna í tíu ár án þess að hafa nokkurn tíman þurft að sæta ábyrgð á ofsóknunum eða þeim skelfiegu afleiðingum sem þær hafa haft á konuna og alla hennar fjölskyldu.
Konan hefur oft ósttast um líf sitt og einnig hefur hún óttast um barnungan son sinn sem er á leikskólaaldri, hún hefur m.a. afhent leikskólanum mynd af manninum til þess að starfsfóllkið geti verið á verði gagnvart honum ef hann mun láta sjá sig í nágrenni leikskólans. Þá hefur hún afhent lögreglunni myndband sem sýnir að maðurinn er að elta hana á bíl, 1000 skilaboð hafa verið afhent lögreglu og hellingur af gögnum og vitnum liggja fyrir sem og nálgunarbann af alvarlegustu gerð sem gidlir í 12 mánuði í senn.
Það stórundarlega við þetta mál og tugi og hundruði slíkra mála er að þau hafa öll nánast þann samnefnara að eltihrellirinn ræður ferðinni, hvorki lögregla, saksóknarar eða dómstólar ráða við að koma böndum á þessa glæpamenn. Konan lýsti því í þættinum að þar sem maðurinn hefði ekki ráðist á sig og beitt sig líkamlegu ofbeldi, væri erfitt um vik fyrir yfirvöld að afhafast nokkuð. Hún sagðist þó óttast að einn daginn gæti þessi aðili jafnvel ákveðið að ganga alla leið og að hún óttaðist um líf sitt. Ljóst er samkvæmt því sem kemur fram í þessum þætti að dómstólar, saksóknarar og lögregla eru máttlaus gegn eltihrellum sem komast upp með að stunda iðju sína í mörg ár eða áratugi án afleiðinga. Í þessu tilfelli í áratug.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra hefur þó nýlega fengið samþykkt lög á Alþingi þar sem eltihrellar mega búast við fjögurra ára fangelsisvist fyrir afbrot sín gagnvart saklausu fólki.

Það eru daglega fréttir af eltihrellum á Íslandi og þættirnir á stöð tvö um þennan hóp glæpamanna sem fá að ganga lausum hala , heitir einfaldlaga og réttilega ,,Ofsóknir“
Um þáttinn er fjallað á Rúv.is og þar segir ,,Dæmi eru um að íslenskar konur hafi mátt sæta ofsóknum svo árum skiptir. Úrræðaleysi einkennir aðstöðu kvennanna sem eru á valdi eltihrella og mikil óvissa um hvað næsti dagur ber í skauti sér. Sunna Karen Sigurþórsdóttir ræðir við konur og aðstandendur sem hafa orðið fyrir barðinu á eltihrellum í nýjum þáttum. Þættirnir veita innsýn í líf fólks sem hefur verið ofsótt af eltihrellum, jafnvel árum saman. Vandamálið er algengara en marga grunar, sagði Sunna Karen í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2, enda hafa eltihrellar hingað til getað haldið uppteknum hætti án nokkurra afleiðinga.
„Við förum út í það hvernig eltihrellinum tekst að ná yfirhöndinni á lífi fólks með svona hegðun. Við heyrum ótrúlegar og sláandi sögur af konum sem sumar hverjar hafa þurft að glíma við þetta árum saman, og jafnvel enn þann dag í dag. Þær eru algjörar hetjur að stíga svona fram og treysta okkur fyrir þessum ótrúlegu sögum.“
Áratugalöng glíma við eltihrella
Sunna Karen segir að konurnar sem rætt er við í þáttunum hafi ekki verið hræddar við að stíga fram. „Þær telja sig frekar öruggar hvað það varðar en þær eru líka komnar með nóg af því að það sé ekkert hægt að gera í þessu. Það er dæmi um eina sem hefur glímt við þetta í áratug og er enn þá að standa í þessu og er komin með nóg.“ Í þáttunum er einnig rætt við aðstandendur, sem standa varnarlausir á hliðarlínunni en fara ekki varhluta af ofsóknunum og fá hótanir.
Sunna Karen segir að hingað til hafi lítið verið hægt að gera í málum sem þessum. Það hafi verið hægt að fá nálgunarbann en það dugi skammt því í raun séu engar afleiðingar af því að brjóta nálgunarbann. Það horfir hins vegar til betri vegar eftir að ný lög voru samþykkt um svokallað umsáturseinelti sem taka til þessa mála. „Þetta hefur verið fært inn í lög nýlega. Það hefur ekki reynt á þetta nýja lagaákvæði en þetta horfir til betri vegar og hægt að dæma eltihrella í allt að fjögurra ára fangelsi.“
Sex prósent landsmanna lent í eltihrelli
Það er merkilega algengt að fólk lendi í ofsóknum eltihrella. Lengi vel var ekki til nein tölfræði um þetta, segir Sunna Karen, þar sem málin hafi ekki verið flokkuð sem afbrot, en ríkislögreglustjóri gerði könnun í fyrra þar sem kom fram að um sex prósent landsmanna hefðu lent í eltihrelli.
Málin eru misjöfn eins og þau eru mörg en eltihrellum er gróflega skipt upp í þrjá hópa, segir hún. Stærsti hópurinn sé sá sem ofsækir fyrrverandi maka eða einstaklinga sem þeir hafa átt í sambandi við. „Þetta er hættulegasti hópurinn og þá vara ofsóknirnar almennt lengur.“ Síðan er hópurinn sem ofsækir fólk sem þeir þekkja lítið, kunningja eða vinnufélaga. „Það er hópur sem glímir við persónuleikaraskanir og það þarf ekki endilega að vara svo lengi, en það er misjafnt.“ Að lokum er þriðji hópurinn, sem er líklegastur til að eiga við geðræn vandamál að stríða og telur sig eiga í sambandi við manneskju sem hefur aldrei átt sér stað. „Þeir eru líklegri til að halda þessu áfram í lengri tíma.“