Hey, Þorsteinn Már… veistu hvað?
Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri Íslands, skrifaði í grein sem birtist í tilefni að baráttudegi verkalýðsins, þar segir meðal annars:
„…yfirgnæfandi meirihluti landsmanna krefst virks eignarhalds á náttúruauðlindum þ.e. þess að þjóðin fái sjálf að ráðstafa þeim og að auðlindaarðurinn renni til borgaranna og samfélagsins en ekki í vasa fárra útvaldra. Átökin um auðlindamálin eru þannig ekki bara stjórnmálaleg og efnahagsleg. Þau er í grunninn spurning um lýðræði.“
Og veistu hvað líka Þorsteinn Már? Við ætlum EKKI að standa hljóðlaus á kantinum á meðan Samherji spanderar auðæfum, sem myndast hafa vegna nýtingar á auðlindum sem eru eign þjóðarinnar, í áróðursstríð gegn blaðamönnum og opinberum starfsmönnum!
Og eitt að lokum Þorsteinn Már: Við eigum nýja stjórnarskrá og hvorki þú né aðrir munu koma í veg fyrir það að lýðræðislegur vilji þjóðarinnar verði að veruleika.
Hey, Þorsteinn Már… veistu hvað?
Indriði Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri Íslands, skrifaði í grein sem…
Posted by Stjórnarskrárfélagið -The Icelandic Constitution Society on Wednesday, 5 May 2021
Discussion about this post