Hugleiðingar veðurfræðings
Veðurspáin er eindregin fram yfir helgi að minnsta kosti: fremur hægar, en svalar norðlægar áttir, skýjað norðan- og austanland og stöku skúrir eða él, en annars yfirleitt léttskýjað. Dagshiti fer nærri 10 stigum suðvestan til þegar best lætur, en áfram líkur á næturfrosti í öllum landshlutum.
Veðuryfirlit
Yfir Grænlandi er 1034 mb hæð og frá henni teygir sig hæðahryggur yfir Ísland, en víðáttumikil 985 mb lægð er yfir S-Skandinavíu sem þokast A. 600 km S af Hvarfi er minnkandi 983 mb lægð sem mjakast ASA.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt, 3-10 m/s seinni partinn, skýjað og víða smá skúrir eða él, en léttskýjað að mestu V-til. Hiti 0 til 9 stig að deginum, mildast SV-lands, en víða næturfrost.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hægviðri, en norðan 5-10 m/s undir kvöld. Léttskýjað og hiti 5 til 9 stig yfir daginn, en nálægt frostmarki í nótt.
Spá gerð: 05.05.2021 03:48. Gildir til: 06.05.2021 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag og föstudag:
Norðaustan og austan 3-10 m/s. Lengst af bjartviðri SV-lands og hiti að 9 stigum. Annars skýjað að mestu og sums staðar dálítil él, einkum NA-til og hiti 0 til 5 stig þar. Næturfrost í öllum landshlutum.
Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart að mestu, en skýjað og stöku él N- og A-lands. Hiti víða 0 til 7 stig að deginum, hlýjast SV-lands, en áfram næturfrost.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir hægan vind, víða léttskýjað og áfram fremur svalt.
Discussion about this post