400 jarðskjálftar hafa mælst undir eða við Kleifarvatn. Klukkan 00:09 varð skjálfti af stærð 3,4 við Kleifarvatn. Skjálftinn fannst vel á Höfuðborgarsvæðinu. Annar skjálfti var á sömu slóðum kl. 23:42 þann 4. maí, hann var 2,9 að stærð og fannst einnig á Höfuðborgarsvæðinu.
Skjálfti af sömu stærð mældist þann 1. maí á sömu slóðum og fannst hann einnig á Höfuðborgarsvæðinu.
Um 1400 skjálftar voru staðsettir í vikunni með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands. Síðustu þrjár vikur hefur skjálftavirknin náð vel yfir 1000 skjálfta og telur þar mest skjálftavirkni á Reykjanesskaga sem hefur verið áberandi í skjálftavirkni síðustu vikna.
Af þessum 1400 skjálftum hafa um 700 verið yfirfarnir handvirkt. Meginhluti óyfirfarinna skjálfta eru smáskjálftar á Reykjanesskaga í nágrenni við Þorbjörn og Eldvörp. Mesta virkni vikunnar var virknin á Reykjanesi sem dreifði sé nokkuð víða en var þétt við Þorbjörn, Eldvörp, Sundhnjúkagíga, við Kleifarvatn og nærri Trölladyngju.
Einnig má nefna smáskjálftavirkni í Öxarfirði og austan Grímseyjar auk skjálftavirkni við Herðubreiðartögl. Stærsti skjálfti í vikunni var 3,4 að stærð, 30. apríl í suðurhluta Langjökuls og varð hans vart í Haukadal. Einn skjálfti mældist í Heklu í vikunni. Hægviðri hefur einkennt vikuna sem skýrir að hluta þann mikla fjölda smáskjálfta sem mælst hefur á Reykjanesi.