Hugleiðingar veðurfræðings
Lægð nálgast landið úr suðvestri og skilin koma að Suðvesturlandi fyrir hádegi og fara norðaustur yfir landið í dag. Framan af degi verður því suðaustan 8-13 m/s og rigning eða slydda á Suður- og Vesturlandi en hægari vindur og stöku él eða skúr í öðrum landshlutum. Eftir því sem líður á daginn snýst í suðvestanátt með skúrum eða slydduél sunnan- og vestanlands en norðan kaldi með snjókomu á norðanverðu landinu. Hiti á bilinu 3 til 8 stig en fyrstir víða í kvöld. Á morgun verður svo vestan- og norðvestanátt, víða 5-13 m/s en allt að 22 m/s á Austfjörðum. Éljagangur norðan- og austanlands framan af degi en bjart með köflum í öðrum landshlutum en eftir hádegi þykknar upp með skúrum vestantil en að sama skapi léttir til á Norður- og Austurlandi.
Veðuryfirlit
300 km SA af Jan Mayen er 991 mb lægð sem þokast NA, en 600 km V af landinu er 996 mb lægð sem fer hægt A. 400 km S af Reykjanesi er 1003 mb lægð sem fer NA.
Veðurhorfur á landinu
Suðaustan 8-13 m/s og rigning eða slydda vestantil, en hægari vindur og stöku él eða skúr um norðan- og austanvert landið. Snýst í vestan og suðvestan 8-13 með skúrum eða éljum seinnipartinn, en hægari norðlægur vindur og snjókoma norðanlands. Vestan og norðvestan 8-15 m/s á morgun, en 15-22 austast. Éljagangur, einkum á Norðurlandi, en léttskýjað suðaustantil. Hiti 3 til 8 stig að deginum, en víða næturfrost.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 5-10 m/s, skýjað með köflum og fer að rigna í kringum hádegi. Snýst í suðvestan- og vestanátt með skúrum eða slydduéljum síðdegis. Norðvestan og vestan 5-10 og bjart með köflum á morgun, en stöku skúr eða slydduél síðdegis. Hiti 1 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Vestlæg átt 5-13 m/s. Él eða skúrir, einkum norðantil. Léttir til um austanvert landið er líður á daginn. Hiti í kringum frostmark, en að 7 stigum með suðurströndinni.
Á laugardag:
Suðlæg átt, 5-10 m/s. Lítilsháttar skúrir vestanlands, en annars skýjað og þurrt að kalla. Hiti 3 til 9 stig.
Á sunnudag:
Suðaustan og austan 5-13 m/s, hvassast syðst. Súld eða rigning með köflum, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 6 til 13 stig.
Á mánudag:
Breytileg átt og rigning víða um land. Áfram milt í veðri.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og vætu, en þurrt að kalla norðaustantil. Hiti breytist lítið.