-2.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Sportveiðiblaðið selst vel um allt land – Stútfullt af veiðifréttum

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Fyrsta tölublað Sportveiðiblaðsins 2018 rennur út úr verslunum þessa dagana

Um er að ræða stórglæsilegt tölublað. Í blaðinu sem er stútfullt af efni er m.a. tímamótaviðtal við Þórarinn Sigþórsson „Tóta tönn“ en hann hefur landað 20.511 löxum á löngum ferli!

Við hittum á Gunnar Bender þar sem að hann var nýkominn úr Norðurá þar sem að hann var við opnunina í gær. Hann sagði að það hefði verið góð veiði og hollin fengið nokkra laxa á báðum vöktum í gær, eins og við reyndar greindum frá í gær með myndum ofl.
En hvað er að frétta af Sportveiðiblaðinu Bender? ,, Það er bara búið að vera alveg klikkað að gera í að koma því til áskrifenda og í allar betri verslanir landsins. Ég var t.d. núna að koma úr hringferð um landið og dreifði þá blaðinu út um allt land og nú er farið að hringja í okkur og panta meira, þar sem að blöðin hafa verið keypt upp hjá sumum verslunum og þá fyllum við bara á með nýrri sendingu.
Það er alveg meira en nóg að gera í þessu og svo á milli er ég að hitta veiðimenn og konur sem að eru að veiðum og fæ fréttir. Núna síðast í Norðurá þar sem að opnunin tókst vel til.“ Sagði Gunnar Bender í dag en hann er enn að vinna við að dreifa Sportveiðiblaðinu sem að hefur selst mjög vel um allt land.

Í Sportveiðiblaðinu sem að við erum að fletta núna er einnig gott viðtal við stórsöngvarann Kristján Jóhannsson og Jón Þór Ólason sem er nýkjörinn formaður SVFR. Jafnramt eru flugurnar hans Sveins Þórs Arnarsonar skoðaðar í blaðinu og ferðast á milli veiðistaða í Laxá í Dölum.
Árni Matthíasson segir frá Tungulæk og Haugurinn segir frá „trendinu“ í laxaflugum fyrir sumarið.
Einnig er að finna í blaðinu fjölmargar veiðisögur og greinar þar sem flakkað er frá Elliðavatni til Suður-Ameríku með millilendingu í Finnmörku. Þetta er aðeins brot af því sem fjallað er um í þessu fyrsta tölublaði ársins.

Blaðið er nýlega komið út er dreift til áskrifenda og á endusölustaði. Þetta er tölublað sem allir veiðimenn ættu að eignast!