Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar því að hann muni fyrirskipa árásir á ný skotmörk ef Vesturlönd láta Úkraínumenn fá langdrægar eldflaugar. Pútín segir að vopnasendingar til Úkraínu væru ætlaðar til að framlengja stríð Rússlands gegn Úkraínu.
Bandaríkin greindu frá því í síðustu viku að þau ætluðu að senda háþróaðar eldflaugar til Úkraínumanna. ,,Ef Úkraína fær langdrægar eldflaugar munum við draga viðeigandi ályktanir og nota vopnin okkar til að ráðast á skotmörk sem við höfum ekki ráðist á áður,“ sagði Pútín án þess að segja hver skotmörkin yrðu.
https://gamli.frettatiminn.is/05/06/2022/allir-skynja-ad-endir-er-i-nand-vandamalid-er-i-hofdinu-a-honum/
Umræða